Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   fös 06. október 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenskur slúðurpakki - Fullt af sögum í gangi
Hinrik Harðarson er mjög eftirsóttur.
Hinrik Harðarson er mjög eftirsóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fer Óskar Hrafn til Noregs?
Fer Óskar Hrafn til Noregs?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson hefur verið orðaður við Val.
Valgeir Valgeirsson hefur verið orðaður við Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Ingvarsson er orðaður við atvinnumennsku og einnig Val og KR.
Davíð Ingvarsson er orðaður við atvinnumennsku og einnig Val og KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Rúnar Kristinsson?
Hvað gerir Rúnar Kristinsson?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sami Kamel verður væntanlega ekki áfram í Keflavík.
Sami Kamel verður væntanlega ekki áfram í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marko Vardic er orðaður við ÍA.
Marko Vardic er orðaður við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason er sterklega orðaður við Vestra.
Andri Rúnar Bjarnason er sterklega orðaður við Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Júlíus Mar gæti verið á förum úr Fjölni.
Júlíus Mar gæti verið á förum úr Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir sem gætu verið á förum úr Val.
Tveir sem gætu verið á förum úr Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ólíklegt að Gary Martin verði áfram á Selfossi.
Það er ólíklegt að Gary Martin verði áfram á Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen er orðuð við félög á Íslandi sem og það er einnig áhugi á henni erlendis.
Sandra María Jessen er orðuð við félög á Íslandi sem og það er einnig áhugi á henni erlendis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tekur Nik Chamberlain við Breiðabliki?
Tekur Nik Chamberlain við Breiðabliki?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir er orðuð við Stjörnuna.
Bryndís Arna Níelsdóttir er orðuð við Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lillý gæti farið í FH.
Lillý gæti farið í FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Áslaug Dóra mun líklega spila áfram í Bestu deildinni.
Áslaug Dóra mun líklega spila áfram í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Alda Ólafsdóttir er líkleg til þess að yfirgefa Fjölni.
Alda Ólafsdóttir er líkleg til þess að yfirgefa Fjölni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ariela Lewis og Hannah Abraham.
Ariela Lewis og Hannah Abraham.
Mynd: Grótta / Eyjólfur Garðarsson
Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Það er mikið af kjaftasögum í gangi, bæði hvað varðar þjálfara og leikmenn þó að fótboltasumarið sé ekki alveg búið.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Besta deild karla

Víkingur R.
Eitt af þeim félögum sem hefur heyrt í Theodóri Elmari Bjarnasyni, en líklegast er að hann verði áfram í KR. Hinrik Harðarson, sóknarmaður Þróttar, er á óskalistanum. Víkingar eru stórhuga fyrir Evrópukeppnina á næsta ári og gætu reynt að fá Óttar Magnús Karlsson heim úr atvinnumennsku. Oliver Ekroth er að verða samningslaus og það er spurning hvort hann verði áfram en það er víst áhugi á honum erlendis, en Víkingar vilja auðvitað halda í sænska varnarmanninn. Kyle McLagan er líklega á förum. Danijel Dejan Djuric gæti þá verið á leið í atvinnumennsku.

Valur
Valsmenn eru í leit að bakvörðum. Aron Elí Sævarsson er orðaður við liðið eftir að Aftureldingu mistókst að komast upp. Valgeir Valgeirsson hefur einnig verið orðaður við Valsmenn sem og Davíð Ingvarsson úr Breiðabliki. Valur er einnig að reyna að fá Hinrik Harðarson úr Þrótti. Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, er líklegur til að hætta og gæti hann þá farið í starf annars staðar sem aðalþjálfari. Hlynur Freyr Karlsson verður að öllum líkindum seldur erlendis. Adam Ægir Pálsson er mögulega á förum frá Val í vetur.

Breiðablik
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, hefur verið orðaður við Haugesund og KR. Líklegast þykir að hann muni fara til Noregs og hefja nýjan kafla þar. Blikar hefðu áhuga á því að ráða Jökul Elísabetarson ef Óskar fer, en það er ólíklegt að það gangi eftir þar sem Jökull er búinn að koma sér vel fyrir í Garðabænum. Halldór Árnason, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins, gæti verið annar kostur fyrir Breiðablik og þá er Rúnar Kristinsson áhugaverður möguleiki sme Blikar gætu skoðað. Árni Vilhjálmsson er orðaður við heimkomu og þá er Hinrik Harðarson einnig bendlaður við Blika. Davíð Ingvarsson er að verða samningslaus og hefur verið orðaður við atvinnumennsku en Valur og KR eru einnig sögð áhugasöm um hann. Arnór Sveinn Aðalsteinsson gæti mögulega lagt skóna á hilluna eftir tímabilið. Ásgeir Helgi Orrason, ungur hafsent úr Blikum, er orðaður við félög í Skandinavíu og á Ítalíu. Mathias Rosenörn, markvörður Keflavíkur, er orðaður við Blika.

Stjarnan
Ólafur Kristjánsson hefur verið orðaður við starf yfirmanns fótboltamála hjá Stjörnunni. Það eru allar líkur á því að Eggert Aron Guðmundsson sé að fara erlendis eftir tímabilið, annað væri skrítið. Félög á Norðurlöndunum hafa sýnt honum áhuga. Eyjólfur Héðinsson gæti komið inn sem aðstoðarþjálfari en Björn Berg Bryde er einnig orðaður við starfið. Björn Berg gæti þá lagt skóna á hilluna og orðið aðstoðarþjálfari Jökuls. Joey Gibbs er að verða samningslaus og hann verður ekki áfram í Garðabænum. Gunnar Orri Olsen, einn efnilegasti leikmaður landsins, er orðaður við FC Kaupmannahöfn.

FH
Hinrik Harðarson úr Þrótti er ofarlega á óskalista FH-inga. Það yrði fallega saga ef hann færi þangað þar sem faðir hans, Hörður Magnússon, gerði garðinn frægann með FH-ingum á árum áður. FH hefur einnig áhuga á Dusan Brkovic, varnarmanni KA, og Elvis Bwomono, varnarmanni ÍBV. Það er vilji fyrir því hjá FH að endursemja við Kjartan Henry Finnbogason sem hefur átt gott sumar en Eggert Gunnþór Jónsson, Vuk Oskar Dimitrijevic og Dani Hatakka gætu allir verið á förum eftir tímabilið. Davíð Snær Jóhannsson er á blaði hjá félögum erlendis.

KR
Það er draumur KR að fá Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfara en hugur hans er sagður erlendis. Ef Óskar tekur ekki við KR, þá gætu Halldór Árnason og Sigurður Heiðar Höskuldsson mögulega tekið saman við liðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður mögulega yfirmaður fótboltamála í Vesturbænum. Theodór Elmar Bjarnason er að verða samningslaus en líklegt er að hann verði áfram í Vesturbænum og er líklegast að hann muni endursemja við félagið. Benoný Breki Andrésson, sem hefur verið frábær að undanförnu, gæti verið á leið út í atvinnumennsku. Miklar líkur eru á því að KR reyni að fá Jakob Franz Pálsson alfarið yfir og þá er Davíð Ingvarsson úr Breiðabliki á óskalistanum. Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er að skoða í kringum sig og það er spurning hvað verður um Kennie Chopart og Kristinn Jónsson sem eru að verða samningslausir. Guy Smit, sem hefur leikið með ÍBV í sumar, er orðaður við KR og Mathias Rosenörn úr Keflavík er það líka.

KA
Atli Sveinn Þórarinsson, fyrrum þjálfari Hauka, er mögulega að koma inn í þjálfarateymið hjá KA og aðstoðar Hallgrím Jónasson. Dusan Brkovic, Harley Willard og Jóan Símun Edmundsson eru að verða samningslausir en KA hefur áhuga á því að halda þeim áfram. Munu mögulega reyna að fá Alex Freyr Elísson alfarið yfir frá Breiðabliki en hann var í láni hjá félaginu seinni hluta tímabilsins. Þeir höfðu áhuga á Oliver Stefánssyni, miðverði Breiðabliks, í sumar og spurning hvort þeirri sögu sé lokið en Oliver hefur átt erfiðan tíma í Kópavoginum.

HK
Það eru margir stórir póstar að verða samningslausir hjá HK og spurning hvað verður um þá. Hvað verður um Örvar Eggertsson? Arnþór Ari Atlason er þá leikmaður sem önnur félög í Bestu deildinni gætu haft áhuga á að semja við. Arnar Freyr Ólafsson, Hassan Jalloh og Leifur Andri Leifsson eru einnig að verða samningslausir, en það er spurning hvort að sá síðastnefndi muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Fylkir
Árbæingar eru rólegir í sínum leikmannamálum. Arnór Gauti Jónsson, Ólafur Karl Finsen og Unnar Steinn Ingvarsson eru að verða samningslausir og það eru vangaveltur með þeirra framtíð. Unnar Steinn verður líklega ekki áfram. Fylkismenn vilja halda Sveini Gísla Þorkelssyni sem hefur verið á láni frá Víkingum.

Fram
Það eru góður möguleiki á því að Ragnar Sigurðsson verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. Annar maður sem er á lista hjá Fram er sjálfur Rúnar Kristinsson. Chris Brazell og Þorvaldur Örlygsson eru einnig sagðir á blaði. Jannik Pohl, sóknarmaður Fram, hefur vakið áhuga liða í efri helmingi Bestu deildarinnar. Magnús Ingi Þórðarson er að skoða í kringum sig og þá er möguleiki á því að Þórir Guðjónsson muni kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna.

ÍBV
Það eru ágætis líkur á því að allir erlendu leikmennirnir muni yfirgaf ÍBV í vetur og það verður svolítil endurnýjun á liðinu hvað það varðar. Staðan verður betur tekin á þjálfara- og leikmannamálum þegar kemur í ljós hvort að liðið haldi sér uppi í Bestu deildinni eða ekki. Aron Snær Friðriksson, markvörður KR, er orðaður við ÍBV.

Keflavík
Góðar líkur eru á því að Haraldur Freyr Guðmundsson muni stýra Keflavík áfram og að Hólmar Örn Rúnarsson komi inn í teymið með honum. Markvörðurinn Mathias Rosenörn er á förum en önnur félög á Íslandi eru að skoða hann. Ásgeir Orri Magnússon mun líklega fá traustið í markinu hjá Keflvíkingum. Sami Kamel, sem var besti maður Keflavíkur í sumar, er líka undir smásjá annarra félaga á Íslandi. Marc McAusland er orðaður við Keflavík.

ÍA
Hinrik Harðarson er efstur á óskalista Skagamanna. ÍA er líka að reyna að fá Marko Vardic, sem var besti leikmaður Grindavíkur á nýliðnu tímabili. Kyle McLagan, varnarmaður Víkings, er einnig orðaður við Skagamenn sem og Dusan Brkovic, varnarmaður KA. Bakvörðurinn Jón Gísli Eyland Gíslason er að verða samningslaus og er að skoða sig um, og þá eru góðar líkur á að Indriði Áki Þorláksson yfirgefi félagið.

Vestri
Vestramenn eru ekki að mæta upp í Bestu deildina til að leika sér. Vestri ætlar að reyna að fá Andra Rúnar Bjarnason, Daða Frey Arnarsson, Pétur Bjarnason, Þórð Gunnar Hafþórsson, Guðmund Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson á Ísafjörð. Markverðirnir Aron Snær Friðriksson, Mathias Rosenörn og Guy Smit eru orðaðir við Vestra og þá eru Elvis Bwomono og Sami Kamel einnig á óskalistanum. Þórir Rafn Þórisson er að koma til baka eftir erfið meiðsli og Davíð Smári, þjálfari Vestra, þekkir hann vel og gæti reynt að fá hann vestur.

Lengjudeild karla

Afturelding
Magnús Már Einarsson verður áfram við stjórnvölinn og mun reyna að byggja á þeim árangri sem náðist á nýliðnu tímabili. Félög í efstu deild hafa skiljanlega áhuga á fyrirliðanum Aroni Elí Sævarssyni en hann er áfram samningsbundinn í Mosfellsbænum. Elmar Kári Enesson Cogic er annar leikmaður úr Aftureldingu sem gæti farið upp í efstu deild. Mosfellingar gætu reynt að fá Arnór Gauta Jónsson heim úr Fylki. Oliver Bjerrum Jensen, sem var á láni hjá Aftureldingu í sumar, gæti séð fyrir sér að vera áfram á Íslandi en hann er samningsbundinn Randers í Danmörku.

Fjölnir
Bjarni Gunnarsson, Dofri Snorrason og Guðmundur Þór Júlíusson verða líklega ekki áfram hjá Fjölni. Júlíus Mar Júlíusson, sem er gríðarlega efnilegur leikmaður, er þá að skoða í kringum sig.

Leiknir R.
Breiðhyltingum dreymir um að fá Vuk Oskar heim fyrir næsta tímabil og ætla Leiknismenn að kanna þá möguleika. Það er einnig mikill vilji fyrir því í Breiðholtinu að halda Daníel Finns Matthíassyni, sem lék vel fyrir liðið á láni frá Stjörnunni. Omar Sowe verður áfram í Breiðholtinu.

Grindavík
Marko Vardic, besti leikmaður Grindavíkur, er orðaður við lið í Bestu deildinni en Grindvíkingar vilja halda honum. Vilja einnig halda Óskari Erni á næsta tímabili. Brynjar Björn Gunnarsson vill fá Orra Frey Hjaltalín til að vera aðstoðarþjálfari á næsta tímabili. Joey Gibbs er orðaður við Grindavík.

Þór
Eru að róa öllum árum að því að ráða Sigurð Heiðar Höskuldsson sem nýjan þjálfara sinn en það er spurning hvort það takist að sannfæra hann. Dragan Stojanovic, sem kom Dalvík/Reyni upp úr 2. deild í sumar, gæti verið nafn á blaði hjá Þórsurum. Ýmir Már Geirsson er á leið suður.

Þróttur R.
Þróttarar eru á fullu í þjálfaraleit. Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið orðaður við starfið og Jón Sveinsson, sem kom Fram upp úr Lengjudeildinni, hefur tekið fund með Þrótturum. Sigurbjörn Hreiðarsson er einnig orðaður starfið og þá eru Brynjar Kristmundsson og Helgi Sigurðsson á lista.. Þeir vilja halda Hinriki Harðarsyni en það eru allar líkur á því að hann fari í Bestu deildina. Vilja einnig halda Steven Lennon sem var á láni úr FH.

Grótta
Það er ekki búist við miklum breytingum hjá Gróttu. Chris Brazell er þjálfari liðsins og búist er við því að hann verði áfram í því starfi. Aron Bjarki Jósepsson mun mögulega leggja skóna á hilluna í vetur. Tómas Johannessen, sem var einn besti maður Gróttu í sumar, er líklega á leið út í atvinnumennsku í vetur. Hann er einn efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga.

Njarðvík
Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður áfram með liðið og mun reyna að byggja á því sem liðið gerði seinni hlutann á yfirstandandi tímabili. Óskar Örn Hauksson er orðaður við Njarðvík og spurning hvort að hann taki síðasta dansinn þar. Sindri Þór Guðmundsson, sem er að yfirgefa Keflavík, er orðaður við Njarðvíkinga. Freysteinn Ingi Guðnason, fæddur árið 2007, er eftirsóttur af öðrum félögum.

Dalvík/Reynir
Vilja halda Kára Gautasyni og Þorvaldi Daða Jónssyni sem voru á láni hjá KA. Núna er líka kominn tími á það að Áki Sölvason sýni hvað hann geti í Lengjudeildinni en hann er með áframhaldandi samning við Dalvík/Reyni og mun örugglega taka slaginn með þeim á næsta ári. Steinþór Freyr Þorsteinsson er orðaður við Dalvíkinga. Vilja spila mikið á liðinu sem komst upp.

ÍR
Bragi Karl Bjarkason var stórkostlegur með ÍR í sumar og var besti leikmaður 2. deildar. Hann er skiljanlega á blaði hjá öðrum félögum en er áfram með samning við ÍR og það er búist við því að hann verði áfram í Breiðholtinu. ÍR-ingar vilja halda Ívan Óla Santos sem var frábær seinni hlutann með félaginu og gætu reynt að fá Sindra Snæ Magnússon heim í Breiðholtið. Marc McAusland er orðaður við ÍR.

2. deild karla

Selfoss
Gary Martin hefur ekki áhuga á því að spila í 2. deild og er í viðræðum um riftun á samningi. Félög úr Bestu deildinni og Lengjudeildinni haf áhuga á Guðmundi Tyrfingssyni, fyrirliða Selfoss. Ian Jeffs er orðaður við Selfyssinga og Þorlákur Árnason er einnig orðaður við starfið. Ingi Rafn Ingibergsson, sem var aðstoðarþjálfari í sumar, hefur einnig verið bendlaður við starfið. Selfyssingar ætla að byggja liðið sitt aðallega á heimastrákum fyrir næsta tímabil. Það á eftir að tilkynna það en Þorsteinn Aron Antonsson er genginn í raðir Vals.

KFA
Það er óvíst hvort að Mikael Nikulásson verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. Það hafa verið sögur um það í báðar áttir. Óli Stefán Flóventsson er orðaður við starfið ef Mikael verður ekki áfram.

Þróttur V.
Eru í þjálfaraleit eftir að Brynjar Gestsson lét af störfum, en hún hefur gengið hratt fyrir sig og von er á tilkynningu. Marc McAusland er orðaður við Þróttara eftir að hafa yfirgefið Njarðvík. Félög úr Lengjudeildinni hafa sett sig í samband út af Adam Erni Róbertssyni, leikmanni liðsins.

Haukar
Ian Jeffs og Þórhallur Dan Jóhannsson eru efstur á óskalistanum í þjálfaraleit Hauka. Bjarni Jóhannsson hefur einnig verið orðaður við starfið.

Besta deild kvenna

Valur
Pétur Pétursson verður áfram með liðið og stefnir á það að vinna alla titla með liðið á næsta ári. Sandra María Jessen úr Þór/KA er mjög ofarlega á óskalistanum, skiljanlega. Þá hefur Valur áhuga á því að fá Kötlu Tryggvadóttur aftur úr Þrótti. Bryndís Arna Níelsdóttir, markadrottning, Bestu deildarinnar er að verða samningslaus og gæti farið annað, mögulega út í atvinnumennsku. Amanda Andradóttir hefur verið frábær eftir að hún kom heim í Val í sumar og gæti stokkið aftur út í atvinnumennsku í vetur. Þórdís Elva Ágústsdóttir er orðuð við atvinnumennsku á Norðurlöndum. Lillý Rut Hlynsdóttir er líklega á förum úr Val eftir tímabilið.

Breiðablik
Blikar hafa áhuga á því að ráða Nik Chamberlain, þjálfara Þróttar, til starfa með Gunnleifi Gunnleifssyni sem hefur stýrt liðinu seinni hluta Bestu deildarinnar. Ian Jeffs er einnig orðaður við Blika og þá er möguleiki að Kjartan Stefánsson verði bara áfram með liðið. Breiðablik heyrði í Elísabetu Gunnarsdóttur en hún hafði ekki áhuga á starfinu. Birta Georgsdóttir er orðuð við atvinnumennsku. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er orðuð við Breiðablik eftir að Selfoss féll. Hafa áhuga á Söndru Maríu Jessen eins og önnur lið í toppbaráttunni.

Stjarnan
Stefna á að endursemja við Kristján Guðmundsson, þjálfara liðsins. Stjarnan hefur áhuga á Jakobínu Hjörvarsdóttur og Söndu Maríu Jessen, leikmönnum Þórs/KA. Stjarnan hefur einnig áhuga á Bryndísi Örnu Níelsdóttur, markadrottningu Bestu deildarinnar, sem er að verða samningslaus. Sædís Rún Heiðarsdóttir, sem lék á dögunum sinn fyrsta A-landsleik, er að vekja mikinn áhuga erlendis frá.

Þróttur R.
Nik Chamberlain, þjálfari liðsins, er mögulega á förum þar sem Breiðablik hefur áhuga á því að ráða hann. Þá gæti Þróttur þurft að fara í þjálfaraleit. Edda Garðarsdóttir, sem hefur lengi verið aðstoðarþjálfari liðsins, mun þá mögulega taka við starfinu. Katla Tryggvadóttir er eftirsótt erlendis en Kristianstad í Svíþjóð sýndi henni mikinn áhuga í sumar. Ólíklegt er að hún fari þangað en góðar líkur eru á því að hún fari út í atvinnumennsku. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir gæti farið í Þrótt og þá eru Breukelen Woodard og Elaina LaMacchia, sem spiluðu með Fram í sumar, orðaðar við félagið.

FH
Fimleikafélagið gæti reynt að halda í Lillý Rut Hlynsdóttur sem hefur verið á láni hjá félaginu. Það er ólíklegra að félaginu takist að halda í Örnu Eiríksdóttur sem hefur verið á láni frá Val, en hún er orðin A-landsliðskona. FH stefnir á að bæta í hópinn sinn en félagið ætlar að gera enn betur á næstu leiktíð. Alda Ólafsdóttir úr Fjölni er orðuð við FH-inga.

Þór/KA
Aðalmálið hjá Þór/KA er að halda í Söndru Maríu Jessen og endursemja við hana. Það er ljóst að hún er á óskalistum annarra félaga á Íslandi og einnig eru lið erlendis með hana á blaði.

Tindastóll
Hannah Cade er á förum frá Tindastóli sem er högg fyrir félagið en vonast er til að hin marksækna Murielle Tiernan verði áfram. Donni kemur til með að vera áfram þjálfari liðsins sem eru góð tíðindi fyrir Stólana. Stefna á það að halda í Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur sem var á láni frá Breiðabliki í sumar. Einnig vonast Tindastóll til að halda í Monicu Wilhelm og Gwendoly Mummert sem spiluðu með liðinu á nýliðnu tímabili.

Keflavík
Hafa mikinn áhuga á því að fá Hönnuh Abraham frá Gróttu en hún var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar.

Víkingur R.
Það voru vangaveltur um framtíð John Andrews þrátt fyrir ótrúlegt tímabil en hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og stýrir Víkingum í Bestu deildinni á næsta tímabili. Björn Sigurbjörnsson hafði verið orðaður við starfið ef John yrði ekki áfram, en það verða ekki breytingar í þjálfaramálum. Víkingar ætla að byggja á svipuðu liði frá síðasta tímabili, skiljanlega. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, varnarmaður úr Selfossi, er orðuð við Víkinga þar sem Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er á leið út í nám.

Fylkir
Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur úr Selfossi eru orðaðir við sitt gamla félag. Alda Ólafsdóttir úr Fjölni er sögð á óskalista Fylkis fyrir næsta tímabil.

Lengjudeild kvenna

ÍBV
Það er líklegt að Todor Hristov verði ekki áfram með liðið og þá fara Vestmannaeyingar í þjálfaraleit.

Selfoss
Barbára Sól Gísladóttir er líklega á förum og mun mögulega fara erlendis. Hún gæti líka farið upp í Bestu deildina. Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur eru líklega á förum og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir mun væntanlega spila í Bestu deildinni næsta sumar. Stefnt er á því að spila á ungu og efnilegu liði á Selfossi í Lengjudeildinni.

Grótta
Hallgrímur Heimisson, sonur Heimis Hallgrímssonar, er líklegur til að taka við Gróttuliðinu. Alexander Aron Davorsson er einnig orðaður við starfið eftir að hafa gert góða hluti með Aftureldingu. Félagið hefur auðvitað áhuga á því að halda Hönnuh Abraham og Arielu Lewis sem röðuðu inn mörkum í sumar.

Afturelding
Perry Mclachlan er líklegur til að taka við liðinu. Hildur Karítas Gunnarsdóttir mun nýta sér riftunarákvæði í samningi sínum og ætlar að skoða möguleika sína. Hún gæti farið upp í Bestu deildina. Sömuleiðis ætlar Sigrún Gunndís Harðardóttir að gera það.

Fram
Alda Ólafsdóttir er efst á óskalista Fram eftir að hafa raðað inn mörkum í 2. deild. Óvíst er hvort að Breukelen Woodard og Elaina LaMacchia verði áfram en þær voru í lykilhlutverki í sumar. Aníta Lísa Svansdóttir verður ekki áfram í þjálfarateymi Framara.

ÍA
Skagakonur eru komnar upp í Lengjudeildina og þær stefna hátt næsta sumar. Það er óvíst hvort Magnea Guðlaugsdóttir verði áfram með liðið en Aníta Lísa Svansdóttir er líkleg í starf hjá ÍA.
Athugasemdir
banner
banner