Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 06. október 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Haddi: Þurfum að fara yngja upp
Ég mun mæta með sterkt lið og geri allt til að vinna
Ég mun mæta með sterkt lið og geri allt til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við viljum reglulega fara í Evrópu
Við viljum reglulega fara í Evrópu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Verður Dusan áfram?
Verður Dusan áfram?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Veigar gekk í raðir KA í sumar.
Árni Veigar gekk í raðir KA í sumar.
Mynd: KA
„Ég hef sagt við strákana að við þurfum að finna okkur hvatningu og það hefur gengið mjög vel þangað til í síðasta leik gegn Fram. Þar fannst mér við ekki ná sama svari eftir að markið komið, var ekki alveg sáttur við hvernig hugarfarið var þar. Það er samt fullkomlega eðlilegt þegar þú hefur ekki haft að neinu að keppa, búnir með þrjá leiki; vissum að við gætum ekki fallið, gátum tryggt okkur 7. sætið og gerðum það. Það þýðir samt ekki að ég sé ánægður með það, menn þurfa að vinna aðeins í sjálfum sér og mæta með alvöru hugarfar. Við þurfum alltaf að bæta okkur í einhverju."

Þetta sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Fótbolta.net í gær. Hann var spurður út í lokaleikinn gegn HK þar sem KA er öruggt með 7. sæti deildarinnar en HK gæti fallið með óhagstæðum úrslitum í öðrum leikjum.

Haddi hélt áfram: „Þetta er líka það skemmtilegasta sem þú gerir; að spila fótboltaleik með vinum þínum. Þú vilt gefa allt í þetta því að næstu leikir eru á löngu og ströngu undirbúningstímabili. Við ætlum að mæta og gera allt sem við getum til að vinna HK, viljum enda gott sumar á sigri á heimavelli."

KA missti af sæti í efri hluta deildarinnar í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni og var næsta víst að liðið myndi enda í 7. sæti þegar neðri hlutinn hófst. Liðið vann fyrstu þrjá leiki sína í neðri hlutanum og tryggði sér 7. sætið. Í síðustu umferð tapaði svo liðið gegn Fram á útivelli.

Mun mæta með sterkt lið og ungir leikmenn munu fá mínútur
Horfir þjálfarinn í leikinn gegn HK einnig sem tækifæri fyrir yngri leikmenn að spila?

„Já, það mun alveg gerast. Við höfum svolítið í síðustu leikjum gefið tækifæri, held það séu 6-7 strákar á 2. flokks aldri sem hafa fengið tækifæri."

„Á móti Fram þá skipti ég allri miðjunni frá leiknum á undan út. Valdimar (Logi Sævarsson) kom inn í byrjunarliðið sem hafði ekki byrjað leik fyrr en þá. Allar aðrar stöður í liðinu héldu sér og við vorum með sterkt lið inn á. Hinir sem komu inn á miðjuna voru Daníel Hafsteinsson og Bjarni Aðalsteinsson, lykilmenn hjá okkur í sumar."

„Ég mun mæta með sterkt lið og geri allt til að vinna, en ég mun leyfa einhverjum ungum leikmönnum að snerta smá mínútur."


Vill yngja upp
Það eru nokkrir leikmenn hjá KA sem eru að renna út á samningi. Dusan Brkovic, Harley Willard og Jóan Símun Edmundsson eru þar á meðal. Skiptir það einhverju máli í liðsvali, mun Haddi gefa þeim einn möguleika á að sýna sig í eitt skipti í viðbót?

„Nei, ég er búinn að ákveða hvaða leikmenn ég vil hafa áfram og síðasti leikurinn sker ekkert út um það. Ég er búinn að segja við stjórnina og við höfum rætt hvað við viljum gera. Auðvitað væri ég til í að hlutirnir myndu gerast hratt svo þetta sé klárt og enginn vafi."

„Þegar við klárum leikmennina sem við viljum halda þá getum við farið að skoða betur út á við hvað það er sem okkur finnst vanta í hópinn; hvernig týpur, á hvaða aldri og fleira. Við erum með svolítið gamalt lið, meðalaldurinn í liðinu er held ég hæstur ásamt Víkingi af öllum liðum deildarinnar. Ég tel ekki líklegt að við náum í 2-3 leikmenn sem eru 34 ára eða eldri. Við þurfum að fara yngja upp og þegar ég veit hvaða leikmenn eru hérna þá er auðveldara að lesa í það hvernig týpur og í hvaða stöður okkur finnst vanta."

„Við erum alveg búnir að tala um vissa hluti og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera; hvernig við viljum hafa hópinn samsettan. Við erum stoltir af því að það eru rosalega margir KA strákar og margir strákar af Norðurlandi. Þannig viljum við hafa hópinn."


Vilja fara reglulega í Evrópu og vera spennandi félag
„Á stefnumótunarfundi um daginn ræddum við um að við viljum reglulega fara í Evrópu og selja leikmenn erlendis. Við höfum gert bæði á síðustu tveimur árum. Við viljum halda því áfram og viljum hafa marga stráka af okkar upptökusvæði eins og við köllum það; Norðurland frá Hvammstanga og austur á firði. Við erum búin að gera vel þar og viljum halda áfram. Í sumar fengum við strák frá Egilsstöðum sem á yngri landsleiki (Árni Veigar Árnason). Við viljum halda þessu áfram og viljum að félagið sé það spennandi að efnilegir strákar af þessu svæði vilji koma til okkar."

„Við skoðum hvernig við ætlum að koma til leiks fyrir næsta tímabil, það er klárt að við erum með hugmyndir um hvað við viljum gera,"
sagði Haddi.

   05.10.2023 11:42
Ómar Ingi kaldhæðinn: Um að gera að senda menn í leikbönn fyrir það

Athugasemdir
banner
banner
banner