Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
   sun 06. október 2024 21:58
Kári Snorrason
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld á Kópavogsvelli. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Miðað við gang leiksins og spilamennsku liðsins er svekkjandi að fá ekki þrjú stig. Það er ákveðin hola sem við þurfum að grafa okkur upp úr þegar við lendum undir í tvígang. Algjörlega gegn gangi leiksins en þannig er fótbolti. Svo að lokum er það Frederik Schram sem vinnur fyrir þá stig."

„Mér fannst bæði mörkin koma gegn gangi leiksins. Þegar við jöfnum í 2-2 trúði ég aldrei öðru en að við værum að fara vinna þá."

Víkingur gerði jafntefli við Stjörnunna fyrr í dag.

„Við höfum haldið okkur við það að einbeita okkur bara að sjálfum okkur. Í langan tíma hefur þetta verið í okkar höndum ef við vinnum þessa tvo leiki sem eftir eru, stöndum við uppi sem sigurvegarar. Það eru forréttindi að vera með örlögin í eigin höndum. "

„Við ætlum okkur að vinna okkar leiki. Ef við vinnum næsta leik þá förum við í úrslitaleik við Víking."

Landsleikjahlé er framundan.

„Ég þarf að byrja hætta að ofhugsa af hverju þetta landsleikjahlé sé. Það skilur það enginn. Þetta hjálpar engum, hvorki liðum í Evrópukeppnum né öðrum."

Viðtalið Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner