Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
banner
   sun 06. október 2024 21:58
Kári Snorrason
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld á Kópavogsvelli. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Miðað við gang leiksins og spilamennsku liðsins er svekkjandi að fá ekki þrjú stig. Það er ákveðin hola sem við þurfum að grafa okkur upp úr þegar við lendum undir í tvígang. Algjörlega gegn gangi leiksins en þannig er fótbolti. Svo að lokum er það Frederik Schram sem vinnur fyrir þá stig."

„Mér fannst bæði mörkin koma gegn gangi leiksins. Þegar við jöfnum í 2-2 trúði ég aldrei öðru en að við værum að fara vinna þá."

Víkingur gerði jafntefli við Stjörnunna fyrr í dag.

„Við höfum haldið okkur við það að einbeita okkur bara að sjálfum okkur. Í langan tíma hefur þetta verið í okkar höndum ef við vinnum þessa tvo leiki sem eftir eru, stöndum við uppi sem sigurvegarar. Það eru forréttindi að vera með örlögin í eigin höndum. "

„Við ætlum okkur að vinna okkar leiki. Ef við vinnum næsta leik þá förum við í úrslitaleik við Víking."

Landsleikjahlé er framundan.

„Ég þarf að byrja hætta að ofhugsa af hverju þetta landsleikjahlé sé. Það skilur það enginn. Þetta hjálpar engum, hvorki liðum í Evrópukeppnum né öðrum."

Viðtalið Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner