Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
   sun 06. október 2024 21:58
Kári Snorrason
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld á Kópavogsvelli. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Miðað við gang leiksins og spilamennsku liðsins er svekkjandi að fá ekki þrjú stig. Það er ákveðin hola sem við þurfum að grafa okkur upp úr þegar við lendum undir í tvígang. Algjörlega gegn gangi leiksins en þannig er fótbolti. Svo að lokum er það Frederik Schram sem vinnur fyrir þá stig."

„Mér fannst bæði mörkin koma gegn gangi leiksins. Þegar við jöfnum í 2-2 trúði ég aldrei öðru en að við værum að fara vinna þá."

Víkingur gerði jafntefli við Stjörnunna fyrr í dag.

„Við höfum haldið okkur við það að einbeita okkur bara að sjálfum okkur. Í langan tíma hefur þetta verið í okkar höndum ef við vinnum þessa tvo leiki sem eftir eru, stöndum við uppi sem sigurvegarar. Það eru forréttindi að vera með örlögin í eigin höndum. "

„Við ætlum okkur að vinna okkar leiki. Ef við vinnum næsta leik þá förum við í úrslitaleik við Víking."

Landsleikjahlé er framundan.

„Ég þarf að byrja hætta að ofhugsa af hverju þetta landsleikjahlé sé. Það skilur það enginn. Þetta hjálpar engum, hvorki liðum í Evrópukeppnum né öðrum."

Viðtalið Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner