Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
   sun 06. október 2024 21:58
Kári Snorrason
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld á Kópavogsvelli. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Miðað við gang leiksins og spilamennsku liðsins er svekkjandi að fá ekki þrjú stig. Það er ákveðin hola sem við þurfum að grafa okkur upp úr þegar við lendum undir í tvígang. Algjörlega gegn gangi leiksins en þannig er fótbolti. Svo að lokum er það Frederik Schram sem vinnur fyrir þá stig."

„Mér fannst bæði mörkin koma gegn gangi leiksins. Þegar við jöfnum í 2-2 trúði ég aldrei öðru en að við værum að fara vinna þá."

Víkingur gerði jafntefli við Stjörnunna fyrr í dag.

„Við höfum haldið okkur við það að einbeita okkur bara að sjálfum okkur. Í langan tíma hefur þetta verið í okkar höndum ef við vinnum þessa tvo leiki sem eftir eru, stöndum við uppi sem sigurvegarar. Það eru forréttindi að vera með örlögin í eigin höndum. "

„Við ætlum okkur að vinna okkar leiki. Ef við vinnum næsta leik þá förum við í úrslitaleik við Víking."

Landsleikjahlé er framundan.

„Ég þarf að byrja hætta að ofhugsa af hverju þetta landsleikjahlé sé. Það skilur það enginn. Þetta hjálpar engum, hvorki liðum í Evrópukeppnum né öðrum."

Viðtalið Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner