Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   sun 06. október 2024 21:58
Kári Snorrason
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld á Kópavogsvelli. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Miðað við gang leiksins og spilamennsku liðsins er svekkjandi að fá ekki þrjú stig. Það er ákveðin hola sem við þurfum að grafa okkur upp úr þegar við lendum undir í tvígang. Algjörlega gegn gangi leiksins en þannig er fótbolti. Svo að lokum er það Frederik Schram sem vinnur fyrir þá stig."

„Mér fannst bæði mörkin koma gegn gangi leiksins. Þegar við jöfnum í 2-2 trúði ég aldrei öðru en að við værum að fara vinna þá."

Víkingur gerði jafntefli við Stjörnunna fyrr í dag.

„Við höfum haldið okkur við það að einbeita okkur bara að sjálfum okkur. Í langan tíma hefur þetta verið í okkar höndum ef við vinnum þessa tvo leiki sem eftir eru, stöndum við uppi sem sigurvegarar. Það eru forréttindi að vera með örlögin í eigin höndum. "

„Við ætlum okkur að vinna okkar leiki. Ef við vinnum næsta leik þá förum við í úrslitaleik við Víking."

Landsleikjahlé er framundan.

„Ég þarf að byrja hætta að ofhugsa af hverju þetta landsleikjahlé sé. Það skilur það enginn. Þetta hjálpar engum, hvorki liðum í Evrópukeppnum né öðrum."

Viðtalið Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir