Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 06. október 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Versti leikurinn á þjálfaraferlinum mínum"
Mynd: Getty Images

Gary O'Neil, stjóri Wolves, hefur aldrei orðið vitni af verri frammistöðu en liðið sýndi í 5-3 tapi gegn Brenford í gær.


O'Neil náði eftirtektaverðum árangri með liðið á síðustu leiktíð en hann tók við af Julen Lopetegui stuttu fyrir mót en hópurinn var lítið styrktur síðasta sumar en liðið hafnaði í 14. sæti.

Liðið hefur hins vegar farið afar illa af stað í ár og er aðeins með eitt stig eftir sjö umferðir og er á botni deildarinnar.

„Þetta er versti leikurinn á þjálfaraferlinum mínum. Við vorum galopnir, biluð mörk sem við gáfum. Við tókum bilaðar ákvarðanir með og án bolta. Þetta er svakalega svekkjandi kvöld fyrir okkur," sagði O'Neil.


Athugasemdir
banner
banner
banner