Gary O'Neil, stjóri Wolves, hefur aldrei orðið vitni af verri frammistöðu en liðið sýndi í 5-3 tapi gegn Brenford í gær.
O'Neil náði eftirtektaverðum árangri með liðið á síðustu leiktíð en hann tók við af Julen Lopetegui stuttu fyrir mót en hópurinn var lítið styrktur síðasta sumar en liðið hafnaði í 14. sæti.
Liðið hefur hins vegar farið afar illa af stað í ár og er aðeins með eitt stig eftir sjö umferðir og er á botni deildarinnar.
„Þetta er versti leikurinn á þjálfaraferlinum mínum. Við vorum galopnir, biluð mörk sem við gáfum. Við tókum bilaðar ákvarðanir með og án bolta. Þetta er svakalega svekkjandi kvöld fyrir okkur," sagði O'Neil.
Athugasemdir