Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Helgi Guðjóns: Hefur verið helvíti gaman í vinstri bakverðinum
Helgi fagnar markinu sínu í gær
Helgi fagnar markinu sínu í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur varð Íslandsmeistari eftir 2-0 sigur gegn FH í gærkvöldi.

Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingi yfir snemma leiks en Helgi Guðjónsson innsiglaði sigurinn undir lok leiksins.

Helgi er þekktur sem framherji en hann hefur spilað mikið sem vinstri vængbakvörður.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þetta er bara að hlaupa, passa manninn sinn og hleypa honum ekki framhjá séer. Það hefur að mínu mati gengið býsna vel í sumar. Ég hef náð að gúddera þetta og það hefur verið helvíti gaman," sagði Helgi eftir að liðið tryggði sér titilinn.

Helgi hefur spilað 24 leiki í sumar og skorað átta mörk. Hann hefur skorað í öllum leikjunum þremur eftir tvískiptinguna.
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Athugasemdir
banner
banner
banner