Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 13:30
Innkastið
Rifja upp Gylfaborðann á Hlíðarenda - „Fann lyktina af titli og steig upp“
Stuðningsmenn Vals voru með skýr skilaboð.
Stuðningsmenn Vals voru með skýr skilaboð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi vann sinn fyrsta titil á ferlinum í gær.
Gylfi vann sinn fyrsta titil á ferlinum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson vann sinn fyrsta titil á ferlinum í gærkvöld er Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Gylfi gekk til liðs við Víking frá Val skömmu fyrir tímabil við mikið fjölmiðlafár.

Tímabilið byrjaði illa og Gylfi fékk sinn skerf af gagnrýni í upphafi tímabils. Stuðningsmenn Vals mættu til að mynda með borða tileinkaðan Gylfa sem á stóð: „Enginn skilaréttur!“ Undanfarna mánuði hefur Gylfi fundið taktinn og þegar mest á reyndi hefur hann verið einn besti leikmaður Víkings.


„Gylfi Þór Sigurðsson var frábær í þessum leik gegn FH. Hann er einn af þessum leikmönnum sem hefur stigið þvílíkt upp undanfarið eftir rólega byrjun,“  sagði Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, í Innkastinu í gær og Elvar Geir svaraði:

„Við munum eftir borðanum á Hlíðarenda, það er ýmislegt búið að gerast á tímabilinu. En Gylfi stígur upp nákvæmlega þegar kemur að úrslitastundu á tímabilinu.“ 

Sigurbjörn Hreiðarsson tók því næst til máls: „Það voru mikil hámæli í sumar um hitt og þetta. En Gylfi hefur verið frábær upp á síðkastið. Hann fann lyktina að þetta gat gerst og þá steig hann upp og fór upp á annað 'level'.“

„Það er gaman að því að besti landsliðsmaður allra tíma eigi núna Íslandsmeistaratitil, sem hann var svo sannarlega að sækjast eftir,“  sagði Valur að lokum.


Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Athugasemdir
banner
banner
banner