Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 11:00
Innkastið
Mestu vonbrigði tímabilsins - Gylfi á báðum listum
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki staðið undir væntingum hjá Víkingi.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki staðið undir væntingum hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu voru sérfræðingar þáttarins látnir velja þá leikmenn í Bestu deildinni sem hafa verið mestu vonbrigði tímabilsins.

Valur Gunnarsson og Haraldur Örn Haraldsson settu hvor saman fimm nöfn á lista. Gylfi Þór Sigurðsson, stærsta nafn deildarinnar, var á báðum listum.

„Maður gerir svo stórar væntingar til hans og hann hefur verið langt undir þeim," segir Haraldur og Valur bætir við: „Hann fer frá Val og Valur verður betra og Víkingur lélegra."

Jóan Símun Edmundsson í KA, Matthias Præst í KR og Alexander Helgi í KR voru nefndir í umræðunni en svona líta endanlegir listar út:

Listi Haralds: Gylfi Þór Sigurðsson í Víking, Haukur Andri Haraldsson í ÍA, Johannes Vall í ÍA, Halldór Snær Georgsson í KR, Viðar Örn Kjartansson í KA.

Listi Vals: Gylfi Þór Sigurðsson í Víking, Rúnar Már Sigurjónsson í ÍA, Erik Tobias Sandberg í ÍA, Óli Valur Ómarsson í Breiðabliki, miðvarðapar KA (Ívar Örn Árnason og Hans Viktor Guðmundsson).
Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Athugasemdir