Katie Cousins hefur skrifað undir nýjan samning við Þrótt um að leika með liðinu á komandi tímabili. Hún spilaði með Þrótti sumarið 2021.
Hún var valin besti leikmaður Þróttar sumarið 2021 og átti stóran þátt í velgengni liðsins það sumar auk þess að vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins.
Katie hefur frá því hún dvaldi á Íslandi, leikið með liðinu Angel City í Los Angeles í Bandarísku NWSL deildinni en er laus allra mála þar og verður komin til Íslands um miðjan febrúar.
Katie er 26 ára gömul og skoraði sjö mörk í sautján leikjum í efstu deild kvenna tímabilið 2021.
Þróttur hefur þá náð samkomulagi við Jelenu Tinnu Kujundzic og Írisi Dögg Gunnarsdóttir um nýja samninga. Markvörðurinn Íris, sem var hluti af A-landsliðinu á liðnu ári, skrifar undir eins árs samning og varnarmaðurinn Jelena, sem á að baki sjö leiki fyrir yngri landsliðin, skrifar undir tveggja ára samning.
Sjá einnig:
Ingunn Haralds til liðs við Þrótt (Staðfest)
Sæunn skiptir alfarið í Þrótt (Staðfest)
Athugasemdir