Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 06. desember 2023 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Þriðji deildarsigur Ajax í röð
Kristian Nökkvi spilaði síðustu mínútur leiksins
Kristian Nökkvi spilaði síðustu mínútur leiksins
Mynd: EPA
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar hans í Ajax unnu góðan 3-2 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn var flautaður af þann 30. september eftir að Etienne Vaassen, markvörður Waalwijk, fékk þungt höfuðhögg í leik liðanna.

Aðeins sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar atvikið átti sér stað og var ákvað að flauta hann af og klára hann í kvöld.

Kristian Nökkvi spilaði allar þær mínútur sem eftir voru í leiknum og tókst Ajax að landa sigrinum.

Þetta var þriðji deildarsigur Ajax í röð. Liðið að komast á ágætis skrið í deildinni eftir ömurlega byrjun.

Ajax situr nú í 6. sæti með 21 stig, níu stigum frá Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner