Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 06. desember 2024 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lookman kom Atalanta á toppinn
Ademola Lookman er að eiga gott tímabil með Atalanta
Ademola Lookman er að eiga gott tímabil með Atalanta
Mynd: EPA
Atalanta 2 - 1 Milan
1-0 Charles De Ketelaere ('12 )
1-1 Alvaro Morata ('22 )
2-1 Ademola Lookman ('87 )

Nígeríski framherjinn Ademola Lookman kom Atalanta á toppinn í Seríu A með því að gera sigurmarkið í 2-1 sigrinum á Milan í Bergamó í kvöld.

Charles De Ketelaere kom Atalanta yfir eftir tólf mínútur með skalla eftir aukaspyrnu Marten de Roon. De Ketelaere stökk manna hæst í teignum og stangaði boltanum af krafti í netið.

Forysta Atalanta entist aðeins í tíu mínútur. Milan-menn spiluðu boltanum frábærlega sín á milli. Theo Hernandez fékk boltann vinstra megin, sendi Rafael Leao í gegn sem kom boltanum inn á teiginn og á Alvaro Morata sem skoraði.

Atalanta var líklegra liðið til að skora annað mark en Mike Maignan varði frá bæði Marko Pasalic og Lookman sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Sigurmarkið kom fyrir rest. Sead Kolasinac tók hornspyrnu sem fór í gegnum allan pakkann og á Lookman sem skallaði boltann í netið.

Slakur varnarleikur hjá Milan sem var að tapa fjórða leik sínum á tímabilinu og er í 7. sæti með 22 stig. Atalanta er á meðan komið í toppsæti deildarinnar með 34 stig, tveimur meira en Napoli.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 21 16 2 3 35 14 +21 50
2 Inter 20 14 5 1 51 18 +33 47
3 Atalanta 21 13 4 4 46 24 +22 43
4 Lazio 21 12 3 6 37 28 +9 39
5 Juventus 21 8 13 0 34 17 +17 37
6 Fiorentina 20 9 6 5 33 21 +12 33
7 Bologna 20 8 9 3 32 26 +6 33
8 Milan 20 8 7 5 29 21 +8 31
9 Roma 21 7 6 8 31 27 +4 27
10 Torino 22 6 8 8 23 26 -3 26
11 Udinese 21 7 5 9 24 32 -8 26
12 Genoa 21 5 8 8 18 30 -12 23
13 Como 21 5 7 9 26 34 -8 22
14 Cagliari 22 5 6 11 23 36 -13 21
15 Empoli 21 4 8 9 20 28 -8 20
16 Parma 21 4 8 9 26 36 -10 20
17 Lecce 21 5 5 11 15 36 -21 20
18 Verona 21 6 1 14 24 47 -23 19
19 Venezia 21 3 6 12 19 34 -15 15
20 Monza 21 2 7 12 20 31 -11 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner