Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   mið 07. janúar 2026 10:04
Elvar Geir Magnússon
Sjúkraþjálfari Liverpool tók Ekitike út úr Fantasy liðinu sínu
Ekitike hefur ekki getað æft í aðdraganda leiksins gegn Arsenal.
Ekitike hefur ekki getað æft í aðdraganda leiksins gegn Arsenal.
Mynd: EPA
Liverpool hefur verið á eftir Guehi.
Liverpool hefur verið á eftir Guehi.
Mynd: EPA
Athygli vakti að Lee Nobes, sjúkraþjálfari hjá Liverpool, tók sóknarmanninn Hugo Ekitike út úr Fantasy draumaliðinu sínu. Stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að taka eftir þessu og umræða fór af stað um að leikmaðurinn yrði ekki með í stórleiknum gegn Arsenal annað kvöld.

Enskir fjölmiðlar gerðu málið að fréttaefni í gær og núna í morgun var Arne Slot, stjóri Liverpool, spurður út í stöðuna á Ekitike.

„Hann hefur ekki æft með okkur í aðdraganda leiksins. Sjáum hvort hann geti tekið þátt í dag," segir Slot en Ekitike var fjarri góðu gamni í síðasta leik Liverpool, jafnteflinu gegn Fulham.

„Eftir leikinn gegn Fulham sagði ég að hann yrði ekki lengi frá en leikjadagskráin er þétt. Kannski mun hann geta æft í dag en kannski er einn eða tveir dagar í að hann æfi."

Ekitike, sem hefur skorað átta mörk í átján leikjum í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið, er að glíma við meiðsli í læri.

Vildi ekki svara spurningu um Guehi
Slot var á fréttamannafundinum spurður út í miðvörðinn Marc Guehi sem er hjá Crystal Palace. Liverpool reyndi að fá hann í sumarglugganum en nú er talað um að Manchester City gæti gert tilboð í þessum mánuði.

Yrði það áfall ef Guehi myndi ganga í raðir City?

„Ég ræði ekki um leikmenn sem eru ekki okkar leikmenn," svaraði Slot. Leikur Arsenal og Liverpool verður klukkan 20:00 annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner