Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 11:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot: Við getum ekki kallað hann til baka
Mynd: EPA
Harvey Elliott er samningsbundinn Liverpool en hann er á láni hjá Aston Villa. Elliott er 22 ára og hefur einungis komið við sögu í fimm leikjum á tímabilinu í öllum keppnum með Villa, og ekkert spilað síðan í byrjun október. Hann getur bæði spilað á kantinum og sem sóknarsinnaður miðjumaður.

Fjallað hefur verið um að Villa þurfi að kaupa hann af Liverpool ef hann kemur við sögu í tíu leikjum.

Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í Elliott á fréttamannafundi í gær.

„Ef þið viljið spyrja út í leikmann Villa, spyrjið þá Unai Emery (stjóra Aston Villa). Liverpool er ekki með möguleika á því að kalla hann til baka," sagði Slot.

Elliott var í U21 landsliði Englands síðasta sumar sem vann EM. Hann á alls að baki 28 leiki fyrir U21 landsliðið og skoraði í þeim 14 mörk.
Athugasemdir
banner
banner