Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 02. janúar 2026 15:13
Elvar Geir Magnússon
Ekki sannfærðir - Elliott í vondri stöðu
Mynd: EPA
Harvey Elliott er ekki í náðinni hjá Unai Emery, stjóra Aston Villa og hefur hann einungis komið við sögu í fimm leikjum liðsins á tímabilinu.

Elliott hefur ekki verið í leikmannahópi Villa síðan í október. Villa fékk leikmanninn á láni frá Liverpool í sumarglugganum með 35 milljóna punda kaupskyldu ef hann spilar tíu leiki fyrir félagið.

„Það er virðingavert hversu faglega hann hefur hegðað sér í þessari stöðu. Vandamálið er að hann er hjá okkur á láni og við verðum að kaupa hann ef hann spilar ákveðið marga leiki," segir Unai Emery. stjóri Villa.

„Við ræddum það fyrir tveimur mánuðum að við værum ekki sannfærðir um hann. Hann æfir með okkur á hverjum degi. Staðan er auðvitað ekki góð fyrir hann en svona er fótboltinn og stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir."

Elliott spilaði leik með Liverpool í upphafi tímabils og samkvæmt reglum þá má hann ekki spila fyrir fleiri en tvö félög á sama tímabilinu. Liverpool á því ekki möguleika á að kalla hann til baka í janúarglugganum og lána svo annað.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner