Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   sun 07. febrúar 2021 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Sheffield United og Chelsea: Chilwell og Giroud inn
Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 19:15 þegar lærisveinar Thomas Tuchel í Chelsea heimsækja botnlið Sheffield United.

Frá því að Tuchel tók við Chelsea hefur liðið unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Sheffield United hefur verið á ágætu skriði að undanförnu og unnið tvo af síðustu þremur deildarleikjum sínum. Með sigri eða jafntefli í dag kemst Sheffield United af botni deildarinnar, upp fyrir West Brom.

Callum Hudson-Odoi sem hefur verið mjög flottur undir stjórn Tuchel byrjar á bekknum í dag og kemur Olivier Giroud inn í byrjunarliðið. Þá koma Ben Chilwell og Andreas Christensen inn í liðið fyrir Thiago Silva og Marcos Alonso.

Sheffield United gerir fjórar breytingar á sínu liði. Kean Bryan, Max Lowe, Oliver Burke og Oli McBurnie koma inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Sheffield United: Ramsdale, Basham, Egan, Bryan, Lowe, Lundstram, Norwood, Fleck, Bogle, Burke, McBurnie.
(Varamenn: Foderingham, Sharp, Jagielka, McGoldrick, Osborn, Brewster)

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Rudiger, Christensen, James, Jorginho, Kovacic, Chilwell, Mount, Werner, Giroud.
(Varamenn: Kepa, Alonso, Kante, Abraham, Zouma, Hudson-Odoi, Ziyech, Gilmour, Emerson)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
14 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
15 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
16 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner