Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   sun 07. mars 2021 13:08
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Liverpool og Fulham: Klopp gerir sjö breytingar
Liverpool og Fulham mætast í 28. umferðinni í dag en flautað verður til leiks á Anfield klukkan 14.

Liverpool hefur gengið ömurlega í deildinni upp á síðkastið og þá sérstaklega á heimavelli en þar hefur liðið tapað síðustu fimm leikjum sínum og skorað aðeins eitt mark.

Gestirnir frá Fulham hafa verið sprækir og margir telja þá líklegasta liðið til þess að bjarga sér frá falli. Liðið er þó enn í fallsæti og þarf á öllum stigunum að halda í dag. Bæði Liverpool og Fulham töpuðu síðasta deildarleik sínum 1-0.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir alls 7 breytingar frá tapleiknum gegn Chelsea í miðri viku. Neco Williams, Nathaniel Phillips, Rhys Williams, James Milner, Naby Keita, Xherdan Shaqiri og Diogo Jota koma allir inn í liðið.

Roberto Firmino er meiddur og er því ekki í leikmannahópi heimamanna í dag.

Scott Parker, stjóri Fulham, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Tottenham. Ruben Loftus-Cheek og Antonee Robinson fara á bekkinn.

Liverpool: Alisson, N. Williams, Phillips, R. Williams, Robertson, Wijnaldum, Milner, Keita, Shaqiri, Salah, Jota.
(Varamenn: Adrian, Fabinho, Mane, Thiago, Jones, Chamberlain, Tsimikas, Origi, Arnold)

Fulham:Areola, Tete, Andersen, De Cordova-Reid, Adarabioyo, Cavaleiro, Lemina, Lookman, Reed, Maja, Aina.
(Varamenn: Fabri, Hector, Ream, Kongolo, Bryan, Robinson, Anguissa, Loftus-Cheek, Mitrovic)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner