Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 07. maí 2025 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal skrefi á undan Real Madrid
Mynd: EPA
William Saliba, varnarmaður Arsenal á Englandi, er í sigtinu hjá spænska stórveldinu Real Madrid, en enska félagið er sagt skrefi á undan og er vongott um að halda honum áfram í Lundúnum.

Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að Real Madrid væri að horfa til Saliba og stefndi á að reyna sannfæra hann um að koma, hvort sem það væri í sumar, á næsta ári eða á frjálsri sölu árið 2027.

L'Equipe segir að Andrea Berta, nýr yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, hafi verið skrefi á undan Real Madrid og þegar rætt við Saliba um nýjan samning enda vill hann og Arsenal forðast það að skapa svipaða stöðu og þegar Kylian Mbappe fór til Madrídinga frá PSG.

Berta hefur átt í viðræðum við Saliba síðustu vikur þar sem hann var sannfærður um að Real Madrid væri að reyna sá fræi í huga Saliba,

Real Madrid hefur átt slakt tímabil og margir varnarmenn liðsins verið frá vegna meiðsla. Það er því efst á lista hjá þeim að sækja miðvörð í sumar og þar er Saliba með efstu mönnum ásamt Ibrahima Konate, leikmanni Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner