Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 07. júní 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo stendur við loforð: Ég mun þjást
Brasilíska goðsögnin Ronaldo þarf heldur betur að taka á því á næstu dögum.

Ronaldo, sem var stórkostlegur fótboltamaður, er eigandi Real Valladolid á Spáni í dag. Hann gaf loforð fyrir síðasta tímabil sem hann verður núna að standa við.

Hann lofaði því að ef Valladolid myndi komast upp í spænsku úrvalsdeildina, að þá myndi hann hjóla sérstaka ferð frá heimavelli Valladolid til Santiago de Compostela, hann mun hjóla veg heilags Jakobs.

Eiginkona hans hjólar með honum og mun ferðalagið taka um fjóra daga en þau fara um 450 kílómetra.

„Ég mun hjóla því ég get ekki hlaupið lengur... Ég veit að ég mun þjást líkamlega en þetta verður ógleymanleg reynsla."

„Ég lofaði þessu og liðið hefur staðið sig mjög vel," sagði Ronaldo en Valladolid leikur í efstu deild á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner