Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. júní 2022 11:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þetta þarf að gerast svo U21 komist í umspil um sæti á EM
Icelandair
Marki fagnað í stórsigri á Liechtenstein á dögunum.
Marki fagnað í stórsigri á Liechtenstein á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær gerðust óvæntir hlutir í riðli íslenska U21 árs landsliðsins í undankeppni fyrir EM 2023. Grikkland, sem er í öðru sæti riðilsins, tapaði 3-0 gegn Kýpur á útivelli. Ef Grikkland hefði unnið leikinn hefðu vonir Íslands um sæti í lokakeppninni verið úti.

Þegar Ísland á tvo leiki eftir af sinni undankeppni er liðið fimm stigum á eftir Grikklandi sem á einungis einn leik eftir. Til að byrja með, og Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 liðsins mun örugglega hamra á því í viðtölum í dag, þarf íslenska liðið að vinna sína tvo leiki til að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á EM.

Alls eru níu riðlar í undankeppninni og fara liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í umspil um hvaða lið fara að lokum í lokakeppnina. Öll liðin í 2. sæti, nema eitt, fara í þetta umspil. Það er þannig að liðið með besta árangurinn í 2. sæti í riðlunum níu fer beint á lokamótið.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á morgun og svo er leikur gegn Kýpur á laugardag. Báðir þessir leikir fara fram á Víkingvelli.

Þar sem Grikkland er með fimm stiga forskot þá þarf einnig að treysta á að Grikkir tapi í sínum lokaleik. Lokaleikur Grikklands fer fram á sama tíma og Ísland mætir Kýpur og eru andstæðingar Grikkja topplið riðilsins, Portúgal. Portúgal er öruggt með toppsætið í riðlinum og þar með sæti á EM. Liðið hefur unnið alla sína leiki nema einn (jafntefli gegn Íslandi) til þessa í keppninni.

Grikkland er með betri árangur innbyrðis gegn Íslandi (sigur og jafntefli) sem þýðir að ef Grikkland fær eitt stig gegn Portúgal mun liðið enda fyrir ofan Ísland í riðlinum. Það er árangur úr innbyrðisviðureignum sem horft er í ef lið enda með jafnmörg stig. Stöðuna í riðlinum má sjá neðst í fréttinni.

Leikirnir sem eru eftir í riðlinum og skipta máli
miðvikudagur 8. júní
18:00 Ísland-Hvíta-Rússland (Víkingsvöllur)

laugardagur 11. júní
19:15 Portúgal-Grikkland (Estádio Cidade de Barcelos)
19:15 Ísland-Kýpur (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner