Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. júní 2023 16:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar var mjög harðorður en fer ekki í bann út af því
Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik á föstudag.
Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á ekki von á leikbanni vegna viðtals sem hann fór í við Stöð 2 Sport eftir stórleikinn gegn Breiðabliki síðasta föstudagskvöld.

Það var mikill hiti í Arnari eftir leikinn og lét hann Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, heyra það.

Hann var aðallega ósáttur við það að uppbótartíminn hefði verið lengri en gefið var upp, jafnvel þó svo að hann hefði bara farið 40 sekúndur fram yfir og það var annað mark fyrr í uppbótartímanum. Arnar var líka ósáttur við það hversu lítið Víkingarnir komust upp með.

Arnar sagði að Ívar hefði verið alveg ömurlegur og bætti við: „Ég er bú­inn að standa með þess­um dómur­um í ansi mörg ár en núna hef ég virki­leg­ar áhyggj­ur... Maður reyn­ir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heil­ag­ir og páfinn. Þeir þykj­ast svo ekk­ert vita og benda bara á hvorn ann­an."

Morgunblaðið ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í dag en hún er með heimild til að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar. Hún á ekki von á því að vísa viðtali Arnars til aganefndar.

„Hann fór hörðum orðum yfir frammistöðu dóm­ara, en það sem við höf­um verið að miða við er að þú get­ur haft skoðun á frammistöðu dóm­ara, sem í þessu til­viki var harka­lega sett fram. En ef um­mæl­in eru þess efn­is að dóm­ar­inn er sakaður um óheiðarleika eða svindl, þá höf­um við verið að senda það til nefnd­ar­inn­ar," sagði Klara og staðfesti að hún væri ekki búin að vísa viðtalinu til aganefndar.

Sjá einnig:
Logi og Sölvi fá einn leik í bann en Guðjón Pétur fær tvo
Athugasemdir
banner
banner
banner