Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fös 07. júní 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spænski hópurinn: Ungstirni Barcelona fer ekki á EM en Ayoze Perez fær traustið
Ayoze Perez.
Ayoze Perez.
Mynd: Getty Images
Cubarsi situr eftir með sárt ennið.
Cubarsi situr eftir með sárt ennið.
Mynd: Getty Images
Spánverjar hafa opinberað 26 manna leikmannahóp fyrir EM. Opinbera þarf lokahópana fyrir lok dagsins í dag.

Spánverjar voru með 29 í sínum æfingahópi en þeir Pau Cubarsi, Marcos Llorente og Aleix Garcia fara ekki með. Cubarsi er 17 ára varnarmaður Barcelona sem vakti athygli í Meistaradeildinni í vetur.

Fyrrum leikmaður Newcastle og Leicester, Ayoze Perez, er í lokahópnum.

Spánn mætir Norður-Írum í lokaleik sínum fyrir EM á morgun. Liðið er í riðli B í mótinu, með Króatíu, Ítalíu og Albaníu.

Hópurinn:

Markverðir: Unai Simon (Athletic Bilbao), Alex Remiro (Real Sociedad), David Raya (Arsenal - á láni frá Brentford).

Varnarmenn: Dani Carvajal (Real Madrid), Jesus Navas (Sevilla), Aymeric Laporte (Al-Nassr), Nacho Fernandez (Real Madrid), Robin Le Normand (Real Sociedad), Dani Vivian (Athletic Bilbao), Alex Grimaldo (Bayer Leverkusen), Marc Cucurella (Chelsea).

Miðjumenn: Rodrigo (Manchester City), Martin Zubimendi (Real Sociedad), Fabian Ruiz (Paris St-Germain), Mikel Merino (Real Sociedad), Pedri (Barcelona), Alex Baena (Villarreal), Fermin Lopez (Barcelona).

Sóknarmenn: Alvaro Morata (Atletico Madrid), Joselu (Real Madrid), Dani Olmo (RB Leipzig), Nico Williams (Athletic Bilbao), Mikel Oyarzabal (Real Sociedad), Ayoze Perez (Real Betis), Ferran Torres (Barcelona), Lamine Yamal (Barcelona).
Athugasemdir
banner
banner