Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
sunnudagur 21. júlí
Besta-deild karla
föstudagur 19. júlí
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 16. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 15. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 14. júlí
Úrslitaleikur EM
Besta-deild karla
föstudagur 12. júlí
Undankeppni EM kvenna
þriðjudagur 9. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 8. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
mánudagur 1. júlí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 29. júní
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 24. júní
2. deild karla
föstudagur 19. júlí
Vináttulandsleikur
Argentina U-23 - Guinea U-23 - 20:00
Eliteserien
Bodo-Glimt - Odd - 17:00
fös 07.jún 2024 12:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir B-riðil á EM: Hvaða menn eru þetta eiginlega?

Evrópumótið í fótbolta hefst þann 14. júní næstkomandi og er spennan heldur betur að magnast fyrir mótinu. Á næstu dögum ætlum við að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta fréttir um hvern riðil. Núna er komið að B-riðlinum en liðin í þeim riðli eru:

Spánn
Króatía
Ítalía
Albanía

Alvaro Morata er fyrirliði Spánar.
Alvaro Morata er fyrirliði Spánar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Luis de la Fuente.
Luis de la Fuente.
Mynd/Getty Images
Rodri er frábær fótboltamaður.
Rodri er frábær fótboltamaður.
Mynd/EPA
Það verður ekkert eðlilega spennandi að fylgjast með Lamine Yamal á mótinu.
Það verður ekkert eðlilega spennandi að fylgjast með Lamine Yamal á mótinu.
Mynd/Getty Images
Pedri verður með en ekki Gavi, sem er meiddur.
Pedri verður með en ekki Gavi, sem er meiddur.
Mynd/Getty Images
Króatarnir eru alltaf segir.
Króatarnir eru alltaf segir.
Mynd/EPA
Luka Modric er líklega að fara að spila á sínu síðasta móti.
Luka Modric er líklega að fara að spila á sínu síðasta móti.
Mynd/Getty Images
Zlatko Dalic hefur þjálfað Króatíu lengi.
Zlatko Dalic hefur þjálfað Króatíu lengi.
Mynd/EPA
Josko Gvardiol er lykilmaðurinn í liði Króatíu.
Josko Gvardiol er lykilmaðurinn í liði Króatíu.
Mynd/Getty Images
Miðjan hjá Króatíu er gífurlega sterk. Mateo Kovacic er þar með Luka Modric og Marcelo Brozovic.
Miðjan hjá Króatíu er gífurlega sterk. Mateo Kovacic er þar með Luka Modric og Marcelo Brozovic.
Mynd/EPA
Ítalir eru ríkjandi Evrópumeistarar en það hefur margt breyst á þremur árum.
Ítalir eru ríkjandi Evrópumeistarar en það hefur margt breyst á þremur árum.
Mynd/EPA
Spalletti er orðinn þjálfari liðsins.
Spalletti er orðinn þjálfari liðsins.
Mynd/EPA
Donnarumma þarf að stíga upp.
Donnarumma þarf að stíga upp.
Mynd/Getty Images
Stephan El Shaarawy fer með á mótið. Óvænt.
Stephan El Shaarawy fer með á mótið. Óvænt.
Mynd/EPA
Albanía er á leið á sitt annað stórmót.
Albanía er á leið á sitt annað stórmót.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sylvinho stýrir albanska liðinu.
Sylvinho stýrir albanska liðinu.
Mynd/EPA
Kristjan Asllani, miðjumaður Inter, er lykilmaður Albaníu.
Kristjan Asllani, miðjumaður Inter, er lykilmaður Albaníu.
Mynd/EPA
Albanir voru nú frekar óheppnir með riðil á þessu móti.
Albanir voru nú frekar óheppnir með riðil á þessu móti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr úrslitaleik Spánar og Ítalíu á EM 2012.
Úr úrslitaleik Spánar og Ítalíu á EM 2012.
Mynd/Getty Images
1. Spánn
Staða á heimslistanum: 8
Það er erfitt að gleyma spænska liðinu sem var langbesta landslið heims í kringum 2010. Xavi, Iniesta, Torres og fleiri góðir. Það eru breyttir tíma en síðustu stórmót hafa verið vonbrigði. Það er alveg óhætt að segja það. Spánn komst í 16-liða úrslitin á HM í Katar en tapaði þar gegn Marokkó í vítaspyrnukeppni. Liðið tapaði gegn Skotlandi í undankeppninni en vann alla aðra leiki sína. Spánverjar munu halda boltanum vel en það er spurning hversu góðir þeir verða í því að verjast og að skora á þessu móti. Ef allt smellur, þá gætu þeir farið alla leið.

Þjálfarinn: Luis de la Fuente
Það var óvænt þegar Luis de la Fuente var ráðinn landsliðsþjálfari Spánar eftir HM í Katar. Hann hefur síðustu árin þjálfað yngri landslið Spánar og varð Evrópumeistari með U19 liðinu 2015. Hann er róleg týpa, annað en forveri sinn - Luis Enrique sem var mikið á samfélagsmiðlum og sérstaklega í kringum stórmót. De La Fuente talar á æfingasvæðinu en er annars ekki mikið fyrir sviðsljósið. Hann spilar 4-3-3 eins og flestir aðrir spænskir þjálfarar og verður fróðlegt að sjá hvernig Spáni gengur á hans fyrsta stórmóti með liðið.

Lykilmaður: Rodri
Það eru örugglega margir sem halda því fram að Rodri sé besti fótboltamaður í heimi. Og það er bara alls ekki galið. Gæinn tapar eiginlega bara aldrei fótboltaleikjum. Það er rosalega gott að vera með hann í sínu liði; hjarta inn á miðsvæðinu sem gefur liðinu súrefni. Frábær á boltanum, frábær án bolta og bara alhliða frábær stórkostlegur fótboltamaður. Elskar stóru stundina og ef Spánn fer langt, þá sér maður hann stíga mikið upp.

Fylgist með: Lamine Yamal
Þessi gæi er á leið með að verða besti fótboltamaður í heimi eftir nokkur ár. Það er ekki oft sem við sjáum 16 ára leikmenn vera byrjunarliðsmenn í einu besta landsliði heims en þannig er það með Lamine Yamal. Í Barcelona er talað um hann sem arftaka Messi og menn nota þau orð ekki auðveldlega í þeirri borg. Örvfættur hægri kantmaður sem býr yfir ótrúlegri tækni og hraða. Verður ótrúlega gaman að sjá hann á Evrópumótinu í sumar.2. Króatía
Staða á heimslistanum: 10
Króatarnir eru alltaf segir - eins og við Íslendingar vitum manna best - og við spáum þeim öðru sæti í þessum riðli. Það er ógeðslega erfitt að vinna Króatíu. Menn héldu kannski að það væri farið að hægjast á þeim á HM í Katar en þeir fóru bara alla leið í undanúrslit. Lögðu meðal annars Brasilíu á leiðinni. Króatarnir vilja gera vel á þessu móti þar sem þetta er líklega síðasta mót Luka Modric. Hann ætlar að fara út með trompi.

Þjálfarinn: Zlatko Dalic
Það hafa verið hæðir og lægðir hjá Dalic frá því hann tók við starfinu á sínum tíma. Það komu upp erfiðleikar eftir árangurinn stórkostlega á HM 2018 þar sem Króatía fór í úrslitaleikinn. En honum hefur tekist að gera vel í að sameina hópinn aftur og virðist hann vera með þjóðina á bak við sig. Hann er grjótharður og þú kemst ekki upp með neitt múður við þennan höfðingja.

Lykilmaður: Josko Gvardiol
Var keyptur til Englandsmeistara Manchester City síðasta sumar og hann fór vaxandi eftir því sem leið á tímabilið. Spilaði vinstri bakvörð og leyst það bara býsna vel. Hann var frábær á síðasta stórmóti þó honum hafi verið pakkað saman af Lionel Messi í undanúrslitunum. Það hafa nú margir lent í því svo sem. Gvardiol á bara eftir að verða betri á næstu árum og er núna mikilvægasti leikmaðurinn í liði Króatíu.

Fylgist með: Luka Modric
Síðasti dansinn, að öllum líkindum. Luka Modric hefur verið ótrúlegur þjónn fyrir þetta króatíska landslið í svo mörg ár. Er að fara að spila á sínu níunda stórmóti. Er orðinn 38 ára og yfirferðin verður kannski ekki sú mesta, en gæðin eru enn alveg rosalega mikil. Hafið augun á honum, hann ætlar að gera sitt besta til að enda með látum. Hafið augun líka bara á miðjunni, hún er alveg mjög sterk með Modric Brozovic og Kovacic.3. Ítalía
Staða á heimslistanum: 9
Þegar maður leit yfir ítalska hópinn fyrir nokkrum dögum, þá hugsaði maður: 'Hvaða menn eru þetta eiginlega og hvaðan komu þeir?' Maður þekkir nú Chiesa, Donnarumma og Barella. En ef þú ert ekki Björn Már Ólafsson - og fylgist ekki með ítalska boltanum í hverri viku - þá eru alveg nokkrir í ítalska hópnum sem maður þekkir einfaldlega ekki. Óskrifuð blöð. Michael Folorunsho, hver er það bara? Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en liðið er mikið breytt síðan þá og það er erfitt að sjá þá gera miklar rósir á þessu móti.

Sjá einnig:
Svona er ítalski lokahópurinn - Þrír fengu leiðinlegar fréttir

Þjálfarinn: Luciano Spalletti
Það var Roberto Mancini sem stýrði Ítalíu til sigurs á síðasta Evrópumóti en hann ákvað að stökkva frá borði og syndir nú í seðlum í Sádi-Arabíu. Luciano Spalletti tók við Ítalíu í ágúst síðastliðnum og fékk ekki mikinn tíma til að aðlagast fyrir fyrsta stórmótið. Spalletti er skemmtilegur karakter sem gerði Napoli að Ítalíumeisturum 2023 í fyrsta sinn í 33 ár, en hætti með liðið eftir það tímabil og fór í smá frí. Hann þjálfaði áður félög á borð við Inter, Roma, Udinese og Zenit.

Lykilmaður: Gianluigi Donnarumma
Hann hefur aðeins gleymst bara eftir síðasta Evrópumót þar sem hann var algjörlega stórkostlegur. Hann fór til PSG eftir að hafa verið einn af leikmönnum mótsins á EM 2020 og hann hefur kannski aðeins dottið niður. Þarf að komast í stórmótagírinn ef Ítalir ætla að gera eitthvað í sumar. Er besti markvörður í heimi á sínum degi.

Fylgist með: Stephan El Shaarawy
Já, hann er bara mættur aftur. Hvaðan grófu Ítalir hann upp? Var skemmtilegur í Meistaradeildinni fyrir svona tólf árum síðan. Með hanakambinn að leika sér. Göturnar gleyma ekki þessum leikmanni. Var fyrir stuttu að spila með Shanghai Shenhua í Kína en Jose Mourinho fékk hann svo til Roma þar sem hann hefur gert ágætis hluti. Gæti galdrað eitthvað fram á þessu móti.4. Albanía
Staða á heimslistanum: 66
Greyfið Albanarnir að vera í þessum riðli. Þeir eru líklega - fyrirfram allavega - eitt veikasta liðið í þessari keppni og þeir fá að vera í þessum riðli þar sem þeir munu líklega tapa öllum sínum leikjum. Það hafa þó ótrúlegri hlutir gerst í fótboltanum og kannski gæti Albanía stolið stigi eða svo. Albanir gerðu jafntefl við bæði Færeyjar og Moldóvu í undankeppninni en samt unnu þeir sinn riðil. Tékkland og Pólland voru á eftir þeim. Eru að taka þátt á sínu öðru Evrópumóti en þeir voru líka með 2016.

Þjálfarinn: Sylvinho
Já, sá Sylvinho. Var öflugur vinstri bakvörður á sínum ferli og spilaði lengi fyrir Barcelona. Var þar í treyju númer 16. Hann lék einnig fyrir Arsenal og Manchester City á sínum ferli. Sylvinho er fyrrum þjálfari Lyon og Corinthians og starfaði áður sem aðstoðarmaður Roberto Mancini hjá Inter og hluti af þjálfarateymi Tite hjá brasilíska landsliðinu. Pablo Zabaleta, fyrrum leikmaður Man City, er aðstoðarmaður Sylvinho en þeir komu liðinu saman á EM sem verður að teljast ansi vel gert.

Lykilmaður: Kristjan Asllani
Það fer allt í gegnum þennan mann, hann er leikstjórnandinn. Sylvinho gaf honum traustið og hann hefur endurgjaldað það. Vann fyrir nokkrum árum sem þjónn á meðan hann reyndi að koma sér áfram í fótboltanum. Hann kom upp hjá Empoli á Ítalíu og hefur þróað leik sinn gríðarlega á síðustu árum. Það sést best í því núna að hann er leikmaður Ítalíumeistara Inter þar sem hann leysir Hakan Calhanoglu af og til af hólmi.

Fylgist með: Jasir Asani
Er skemmtilegur framherji sem er að spila í Suður-Kóreu. Hann er örvfættur kantmaður sem virðist henta vel inn í þann fótbolta sem Sylvinho spilar. Hann gerði þrjú mörk og lagði upp önnur þrjú í undankeppninni. Getur búið til eitthvað úr engu fyrir Albaníu þegar þeir þurfa mest á því að halda.Leikjadagskrá
laugardagur 15. júní
16:00 Spánn - Króatía
19:00 Ítalía - Albanía

miðvikudagur 19. júní
13:00 Króatía - Albanía

fimmtudagur 20. júní
19:00 Spánn - Ítalía

mánudagur 24. júní
19:00 Króatía - Ítalía
19:00 Albanía - Spánn
Athugasemdir
banner