Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 07. júní 2024 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
London
Valur á Wembley: Spenntari að sjá Arnór en Wharton
Icelandair
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég hef verið hérna síðan á miðvikudaginn. Ég hérna með elsta stráknum og við höfum haft það náðugt í London. Ég er virkilega spenntur fyrir leiknum í kvöld," sagði Valur Gunnarsson, stuðningsmaður landsliðsins og sérfræðingur Innkastsins, við Fótbolta.net fyrir vináttulandsleik Englands og Íslands sem fram fer á Wembley í kvöld.

Valur verður einn af 600 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í kvöld en hann ætlar sér að syngja og tralla. Það verða alls 90 þúsund stuðningsmenn á vellinum.

„Ég verð fyrir vonbrigðum ef við verðum ekki háværari en ensku stuðningsmennirnir," sagði Valur léttur.

„Þetta verður alvöru upplifun að vera á Wembley og Englendingar með geggjað lið sem gæti hreinlega unnið EM í sumar. Ég hlakka til að sjá þá, jafnmikið og ég hlakka til að sjá Ísland."

„Ég á von á því að Englendingar verði mikið, mikið betri en það væri gaman ef við myndum standa í þeim eitthvað. Ég reikna með enskum sigri í kvöld."

Valur er stuðningsmaður Blackburn á Englandi og er hann spenntur fyrir því að sjá Adam Wharton, fyrrum leikmann liðsins, í enska liðinu. Arnór Sigurðsson, leikmaður Íslands, spilar líka með Blackburn.

„Það er lítill fugl sem syngur í brjósti mér að Adam Wharton sé í liðinu. Hann var John Dahl Tomasson verkefni. Hann er skemmtilegur leikmaður en við erum rosalega stolt í Blackburn samfélaginu á Íslandi."

„Wharton er maðurinn en Arnór er líka geggjaður. Ég er spenntari að sjá Arnór," sagði Valur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Valur er meðal annars spurður að því hvort fótboltinn muni loksins koma heim í sumar.
Athugasemdir