Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
   fös 07. júní 2024 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
London
Valur á Wembley: Spenntari að sjá Arnór en Wharton
Icelandair
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég hef verið hérna síðan á miðvikudaginn. Ég hérna með elsta stráknum og við höfum haft það náðugt í London. Ég er virkilega spenntur fyrir leiknum í kvöld," sagði Valur Gunnarsson, stuðningsmaður landsliðsins og sérfræðingur Innkastsins, við Fótbolta.net fyrir vináttulandsleik Englands og Íslands sem fram fer á Wembley í kvöld.

Valur verður einn af 600 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í kvöld en hann ætlar sér að syngja og tralla. Það verða alls 90 þúsund stuðningsmenn á vellinum.

„Ég verð fyrir vonbrigðum ef við verðum ekki háværari en ensku stuðningsmennirnir," sagði Valur léttur.

„Þetta verður alvöru upplifun að vera á Wembley og Englendingar með geggjað lið sem gæti hreinlega unnið EM í sumar. Ég hlakka til að sjá þá, jafnmikið og ég hlakka til að sjá Ísland."

„Ég á von á því að Englendingar verði mikið, mikið betri en það væri gaman ef við myndum standa í þeim eitthvað. Ég reikna með enskum sigri í kvöld."

Valur er stuðningsmaður Blackburn á Englandi og er hann spenntur fyrir því að sjá Adam Wharton, fyrrum leikmann liðsins, í enska liðinu. Arnór Sigurðsson, leikmaður Íslands, spilar líka með Blackburn.

„Það er lítill fugl sem syngur í brjósti mér að Adam Wharton sé í liðinu. Hann var John Dahl Tomasson verkefni. Hann er skemmtilegur leikmaður en við erum rosalega stolt í Blackburn samfélaginu á Íslandi."

„Wharton er maðurinn en Arnór er líka geggjaður. Ég er spenntari að sjá Arnór," sagði Valur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Valur er meðal annars spurður að því hvort fótboltinn muni loksins koma heim í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner