Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   fös 07. júní 2024 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
London
Valur á Wembley: Spenntari að sjá Arnór en Wharton
Icelandair
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég hef verið hérna síðan á miðvikudaginn. Ég hérna með elsta stráknum og við höfum haft það náðugt í London. Ég er virkilega spenntur fyrir leiknum í kvöld," sagði Valur Gunnarsson, stuðningsmaður landsliðsins og sérfræðingur Innkastsins, við Fótbolta.net fyrir vináttulandsleik Englands og Íslands sem fram fer á Wembley í kvöld.

Valur verður einn af 600 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í kvöld en hann ætlar sér að syngja og tralla. Það verða alls 90 þúsund stuðningsmenn á vellinum.

„Ég verð fyrir vonbrigðum ef við verðum ekki háværari en ensku stuðningsmennirnir," sagði Valur léttur.

„Þetta verður alvöru upplifun að vera á Wembley og Englendingar með geggjað lið sem gæti hreinlega unnið EM í sumar. Ég hlakka til að sjá þá, jafnmikið og ég hlakka til að sjá Ísland."

„Ég á von á því að Englendingar verði mikið, mikið betri en það væri gaman ef við myndum standa í þeim eitthvað. Ég reikna með enskum sigri í kvöld."

Valur er stuðningsmaður Blackburn á Englandi og er hann spenntur fyrir því að sjá Adam Wharton, fyrrum leikmann liðsins, í enska liðinu. Arnór Sigurðsson, leikmaður Íslands, spilar líka með Blackburn.

„Það er lítill fugl sem syngur í brjósti mér að Adam Wharton sé í liðinu. Hann var John Dahl Tomasson verkefni. Hann er skemmtilegur leikmaður en við erum rosalega stolt í Blackburn samfélaginu á Íslandi."

„Wharton er maðurinn en Arnór er líka geggjaður. Ég er spenntari að sjá Arnór," sagði Valur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Valur er meðal annars spurður að því hvort fótboltinn muni loksins koma heim í sumar.
Athugasemdir