Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fös 07. júní 2024 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
London
Valur á Wembley: Spenntari að sjá Arnór en Wharton
Icelandair
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég hef verið hérna síðan á miðvikudaginn. Ég hérna með elsta stráknum og við höfum haft það náðugt í London. Ég er virkilega spenntur fyrir leiknum í kvöld," sagði Valur Gunnarsson, stuðningsmaður landsliðsins og sérfræðingur Innkastsins, við Fótbolta.net fyrir vináttulandsleik Englands og Íslands sem fram fer á Wembley í kvöld.

Valur verður einn af 600 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í kvöld en hann ætlar sér að syngja og tralla. Það verða alls 90 þúsund stuðningsmenn á vellinum.

„Ég verð fyrir vonbrigðum ef við verðum ekki háværari en ensku stuðningsmennirnir," sagði Valur léttur.

„Þetta verður alvöru upplifun að vera á Wembley og Englendingar með geggjað lið sem gæti hreinlega unnið EM í sumar. Ég hlakka til að sjá þá, jafnmikið og ég hlakka til að sjá Ísland."

„Ég á von á því að Englendingar verði mikið, mikið betri en það væri gaman ef við myndum standa í þeim eitthvað. Ég reikna með enskum sigri í kvöld."

Valur er stuðningsmaður Blackburn á Englandi og er hann spenntur fyrir því að sjá Adam Wharton, fyrrum leikmann liðsins, í enska liðinu. Arnór Sigurðsson, leikmaður Íslands, spilar líka með Blackburn.

„Það er lítill fugl sem syngur í brjósti mér að Adam Wharton sé í liðinu. Hann var John Dahl Tomasson verkefni. Hann er skemmtilegur leikmaður en við erum rosalega stolt í Blackburn samfélaginu á Íslandi."

„Wharton er maðurinn en Arnór er líka geggjaður. Ég er spenntari að sjá Arnór," sagði Valur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Valur er meðal annars spurður að því hvort fótboltinn muni loksins koma heim í sumar.
Athugasemdir
banner
banner