Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 07. júní 2024 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
London
Valur á Wembley: Spenntari að sjá Arnór en Wharton
Icelandair
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Valur Gunnarsson í stuði fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég hef verið hérna síðan á miðvikudaginn. Ég hérna með elsta stráknum og við höfum haft það náðugt í London. Ég er virkilega spenntur fyrir leiknum í kvöld," sagði Valur Gunnarsson, stuðningsmaður landsliðsins og sérfræðingur Innkastsins, við Fótbolta.net fyrir vináttulandsleik Englands og Íslands sem fram fer á Wembley í kvöld.

Valur verður einn af 600 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í kvöld en hann ætlar sér að syngja og tralla. Það verða alls 90 þúsund stuðningsmenn á vellinum.

„Ég verð fyrir vonbrigðum ef við verðum ekki háværari en ensku stuðningsmennirnir," sagði Valur léttur.

„Þetta verður alvöru upplifun að vera á Wembley og Englendingar með geggjað lið sem gæti hreinlega unnið EM í sumar. Ég hlakka til að sjá þá, jafnmikið og ég hlakka til að sjá Ísland."

„Ég á von á því að Englendingar verði mikið, mikið betri en það væri gaman ef við myndum standa í þeim eitthvað. Ég reikna með enskum sigri í kvöld."

Valur er stuðningsmaður Blackburn á Englandi og er hann spenntur fyrir því að sjá Adam Wharton, fyrrum leikmann liðsins, í enska liðinu. Arnór Sigurðsson, leikmaður Íslands, spilar líka með Blackburn.

„Það er lítill fugl sem syngur í brjósti mér að Adam Wharton sé í liðinu. Hann var John Dahl Tomasson verkefni. Hann er skemmtilegur leikmaður en við erum rosalega stolt í Blackburn samfélaginu á Íslandi."

„Wharton er maðurinn en Arnór er líka geggjaður. Ég er spenntari að sjá Arnór," sagði Valur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Valur er meðal annars spurður að því hvort fótboltinn muni loksins koma heim í sumar.
Athugasemdir
banner