Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 07. júlí 2024 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Natasha á leið í Val - Pétur vildi ekki tjá sig
Natasha er á leið aftur í Bestu deildina
Natasha er á leið aftur í Bestu deildina
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Natasha Moraa Anasi Erlingsson er að ganga í raðir Íslandsmeistaraliðs Vals en þetta segir Orri Rafn Sigurðarson á X í dag.

Natasha, sem spilar sem miðvörður, kom fyrst til Íslands árið 2014 og lék þá með ÍBV.

Árið 2017 skipti hún yfir í Keflavík þar sem hún lék fimm tímabil áður en hún gekk í raðir Breiðabliks.

Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og valdi það að spila fyrir íslenska landsliðið en í dag á hún 5 A-landsleiki að baki og eitt mark.

Natasha samdi við Brann á síðasta ári en var meira og minna frá allt tímabilið vegna meiðsla. Hún hefur ekki átt fast sæti í liði norska félagsins á þessari leiktíð og er nú á heimleið.

Orri Rafn segir hana á leið til Íslandsmeistara Vals og að félagaskiptin verði staðfest á allra næstu dögum.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var spurður út í yfirvofandi skipti hennar, en hann var þögull sem gröfin.

„Ég eiginlega get ekki tjáð mig um þetta. Annað hvort tjái ég mig eða ekki. Ég get eiginlega ekki svarað þessu að einu eða neinu leyti, ef ég að segja alveg eins og er,“ sagði Pétur í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Vals á Víkingi í Bestu deildinni í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner