Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. september 2020 11:34
Elvar Geir Magnússon
Foden og Greenwood reknir úr hópnum (Staðfest) - Æfðu ekki á Laugardalsvelli
Greenwood í landsleiknum gegn Íslandi.
Greenwood í landsleiknum gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í morgun en hópurinn heldur svo til Danmerkur þar sem leikið verður gegn heimamönnum í Þjóðadeildinni á morgun.

Phil Foden og Mason Greenwood voru ekki á æfingunni í morgun en samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa þeir verið reknir úr enska landsliðshópnum og ferðast ekki með liðinu til Danmerkur.

Eins og 433.is greindi frá brutu þeir reglur með því að fá íslenskar stelpur í heimsókn á hótel landsliðsins.

Greenwood er 18 ára sóknarmaður Manchester United og Phil Foden er 20 ára miðjumaður Manchester City. Báðir léku sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi.

Greenwood hefur verið einhleypur siðan í maí en Foden er í sambandi með Rebeccu Cooke og eiga þau saman tæplega tveggja ára gamlan strák.

Stelpurnar ræddu báðar málið við blaðamann 433.is nú í morgun en vildu lítið segja. „Við viljum ekki ræða þetta, við viljum ekki koma þeim í klípu,“ sagði önnur stúlkan.
Athugasemdir
banner
banner