Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. september 2020 12:53
Magnús Már Einarsson
Southgate segir málið mjög alvarlegt - Stelpurnar komu ekki inn á svæði Englands
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segir það mjög alvarlegt að Phil Foden og Mason Greenwood hafi brotið sóttvarnarreglur með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins á Íslandi um helgina.

Southgate sagði á fréttamannafundi rétt í þessu að staðan sé mjög alvarleg en hann vonast þó til að leikur Englands og Danmerkur fari fram annað kvöld í Kaupmannahöfn.

Foden og Greenwood voru sendir í einangrun frá öðrum leikmönnum þegar upp komst um málið af ótta við kórónaveirusmit. Þeir fengu ekki að fara í morgunmat með liðinu í morgun og æfðu ekki í dag. Þeir fara heim til Englands á meðan aðrir leikmenn fara til Danmerkur fyrir leikinn á morgun.

Leikmenn landsliða mega ekki hafa nein samskipti við aðra á meðan þeir eru í verkefnum þessa dagana og Foden og Greenwood voru sendir í einangrun frá öðrum leikmönnum þegar upp komst um málið.

„Við erum ennþá að átta okkur á aðstæðum en það er ljóst að hér voru brotnar reglur. Við getum ekki gert neitt annað en það sem við erum að gera," sagði Southgate.

Southgate segir einnig að leikmennirnir hafi ekki fengið stelpurnar í heimsókn inn á sín herbergi heldur hafi þeir hitt þær inni á öðru herbergi.

„Það gerðist ekkert á því svæði sem við stjórnum á hótelinu. Það kom enginn utanaðkomandi inn á okkar svæði," sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner