Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 07. september 2020 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Stelpurnar nafngreindar í fjölmiðlum á Englandi: Fullkomnir herramenn
Mynd: Getty Images
Enski miðillinn Daily Mail er búinn að nafngreina íslensku stúlkurnar sem heimsóttu Mason Greenwood og Phil Foden á landsliðshótel Englands um helgina.

Þær Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir og frænka hennar Lara Clausen spjölluðu við Daily Mail um kvöldið umrædda og voru mjög ánægðar með framkomu landsliðsmannanna.

„Við kynntumst á netinu, ég var búin að tala við Mason í nokkra daga áður en þeir komu til Íslands. Þeir vissu að þeir þyrftu að fara í sóttkví en við héldum að heimsóknin væri í lagi því þeir voru búnir að fara í veirupróf," sagði Nadía.

„Við höfum ekki talað við þá eftir kvöldið. Við viljum ekki trufla þá því við vitum að þeir eru að ganga í gegnum margt þessa stundina. Þeir hafa ekki sent okkur skilaboð.

„Við áttum gott kvöld. Við vörðum gæðatíma saman og kynntumst hvoru öðru. Þeir eru mjög fínir náungar. Virkilega, virkilega fínir."


Lara tók undir með Nadíu og hrósaði landsliðsmönnunum fyrir góða framkomu.

„Þeir eru bara ungir. Við höfum öll verið ung og heimsk, allir geta gert mistök. Þeir voru mjög góðir við okkur, fullkomnir herramenn. Virkilega fínir strákar."

Greenwood verður 19 ára í nóvember og er Foden tvítugur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner