Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hazard að vakna til lífsins? - „Hann er ánægður"
Eden Hazard og Carlo Ancelotti
Eden Hazard og Carlo Ancelotti
Mynd: EPA
Belgíski leikmaðurinn Eden Hazard skoraði og lagði upp í 3-0 sigri Real Madrid á Celtic í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í gær en Carlo Ancelotti, þjálfari Madrídinga, var ánægður með kappann.

Hazard kom til Real Madrid frá Chelsea fyrir þremur árum en Madrídingar borguðu þá 103 milljónir punda fyrir hann.

Belginn hefur alls ekki náð að heilla á Spáni og hafa meiðsli auðvitað sett strik í reikninginn. Á fyrstu þremur tímabilunum spilaði hann 66 leiki samtals, skoraði 6 mörk og lagði upp 10.

Langt frá því að vera sömu tölur og hann skilaði hjá Chelsea og hefur tími hans hjá félaginu verið vonbrigði, en gæti hann verið að vakna til lífsins?

Hazard kom inná sem varamaður fyrir Karim Benzema eftir hálftíma í gær og tókst að leggja upp mark fyrir Luka Modric áður en hann gerði svo þriðja markið.

„Mér fannst þetta vera augnablikið hans Hazard þegar ég setti hann inná og hann sannaði það fyrir mér. Hann er hæstánægður og vonandi heldur hann áfram að gera þetta," sagði Ancelotti eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner