Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mið 07. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mihajlovic rekinn frá Bologna - Sársaukafull ákvörðun
Serbinn Sinisa Mihajlovic var í gær rekinn frá Bologna eftir erfiða byrjun liðsins á tímabilinu. Bologna er án sigurs eftir fimm leiki, en hefur þó einungis tapað tveimur þeirra.

„Þetta var erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á tíma mínum sem forseti félagsins," sagði Joey Saputo.

Mihajlovic er 53 ára og tók við Bologna árið 2019. Hann hefur á þeim tíma glímt við hvítblæði og var greindur í annað sinn með það í maí á þessu ári.

Bologna studdi Mihajlovic í sínu bataferli og mun halda því áfram þó að hann verði ekki lengur við stjórnvölinn.

„Allir tengdir félaginu munu styðja við hann þar til hann hefur náð bata og út hans þjálfaraferil. Sambandið þarna á milli er miklu meira en bara faglegt," segir forsetinn í tilkynningu félagsins.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 17 11 0 6 20 11 +9 33
5 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 17 3 5 9 17 27 -10 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner