Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 07. október 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Neitar að hafa fallið á læknisskoðun hjá Leeds
Michael Cuisance
Michael Cuisance
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Michael Cuisance segist ekki hafa fallið á læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds en félagið hætti við kaup á honum undir lok gluggans og var hann á endanum lánaður til Marseille.

Cuisance er 21 árs gamall og ólst upp hjá Nancy í heimalandinu áður en hann hélt til Þýskalands og samdi við Borussia Monchengladbach.

Hann var byrjaður að festa sig í sessi hjá Gladbach og kveikti það áhuga hjá Bayern München sem keypti hann á síðasta ári. Cuisance tókst þó ekki að brjóta sér leið inn í lið Bayern og því ákvað hann að yfirgefa félagið.

Leeds komst að samkomulagi við Bayern um að kaupa Cuisance fyrir 18 milljónir punda en hann var sagður hafa fallið á læknisskoðun.

Hann gekk því til liðs við Marseille á láni út leiktíðina en félagið á möguleika á að kaupa hann eftir ár. Cuisance neitar því hins vegar að hafa fallið á læknisskoðun hjá Leeds.

„Það var ekkert vandamál með læknisskoðunina og gekk hún líka vel hjá Marseille. Ég er í formi og klár í að spila. Það var ekkert vandamál hjá Leeds heldur, alla vega ekki frá bæjardyrum séð," sagði Cuisance.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner