Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. október 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Sancho til Liverpool eða Bayern?
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Gluggadagurinn var í fyrradag en félög á Englandi mega ennþá fá leikmenn úr neðri deildum. Þá eru slúðurblöðin fljót að kíkja á næstu glugga.



Manchester United hætti við að fá Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund eftir að hafa reiknað út að samanlagður kostnaður við að fá hann væri 227 milljónir punda. Dortmund vildi fá 108 milljónir punda í kaupverð og þar ofan á bættust laun og laun umboðsmanns. (Guardian)

Liverpool og Bayern Munchen virðast vera komin á undan United í röðinni um að fá Sancho næsta sumar. (Independent)

West Ham var tilbúið að borga Chelsea 50 þúsund pund í hvert skipti sem Fikayo Tomori (22) myndi ekki spila með liðinu ef hann kæmi á láni. Leikmaðurinn hafnaði West Ham sjálfur rétt fyrir gluggalok. (Talksport)

Tottenham og West Ham vilja fá Joe Rodon (22) miðvörð Swansea en hann kostar 18 milljónir punda. Félög mega kaupa leikmenn úr neðri deildum til 16. október. (Wales Online)

Barcelona ætlar að bíða þar til næsta sumar til að fá Eric Garcia (19) varnarmann Manchester City. (Marca)

Manchester United reyndi að fá kantmanninn Ismaila Sarr (22) á láni á dögunum en Watford hafnaði. Watford er til í að selja leikmanninn fyrir 16. október ef Manchester United vill það. (Manchester Evening News)

Barcelona fékk ekki Memphis Depay (26) frá Lyon þar sem Ousmane Dembele vildi ekki fara til Manchester United. (AS)

Barcelona vildi að Dembele framlengdi samning sinn áður en hann færi á láni til Manchester United. (Mail)

West Ham gæti keypt varnarmanninn Craig Dawson (30) frá Watford á fjórar milljónir punda. (Sun)

Saint-Etienne hefur gagnrýnt Arsenal fyrir að hafa ekki lánað varnarmanninn William Saliba (19) aftur til félagsins. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner