fös 07. október 2022 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arthur á meiðslalistanum - Aðeins spilað 13 mínútur fyrir Liverpool
Arthur Melo.
Arthur Melo.
Mynd: Liverpool
Brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er á meiðslalstanum hjá Liverpool.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag. Hann sagði að Arthur hefði kvartað yfir óþægindum fyrir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni.

Arthur kom til Liverpool frá Juventus á láni á gluggadeginum en hefur aðeins spilað 13 mínútur síðan þá.

Arthur hefur verið mikið meiddur síðustu ár og hefur verið að vinna í því að koma sér í stand frá því hann kom til Liverpool.

Klopp er ekki viss um það hversu lengi Arthur verður frá, það verður að koma í ljós.

Curtis Jones er mættur aftur til æfinga eftir að hafa verið lengi frá og þá er Andy Robertson byrjaður að æfa rólega eftir að hafa meiðst af síðustu þremur leikjum.

Liverpool sækir topplið Arsenal heim í ensku úrvalsdeildinni heim á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner