Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Iniesta leggur skóna á hilluna - Birti tilfinningaþrungið myndband
Mynd: Getty Images

Spænska goðsögnin, Andres Iniesta, hefur lagt sókna á hilluna en hann er fertugur.


Iniesta er uppalinn hjá Barcelona en hann lék með aðalliði félagsins frá 2002-2018. Hann gekk til liðs við japanska félagið Vissel Kobe árið 2018 en árið 2023 spilaði hann sitt síðasta tímabil á ferlinum með Emirates Club frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hann var gríðarlega sigursæll á sínum ferli en hann vann spænsku deildina níu sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum með Barcelona. Þá vann hann þrjú stórmót í röð frá árunum 2008-2012 með spænska landsliðinu.

Hann birti myndband á samfélagsmiðlinum X í dag þar sem þjálfarar hans í gegnum tíðina tjáðu sig um þennan magnaða miðjumann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner