Spænska goðsögnin, Andres Iniesta, hefur lagt sókna á hilluna en hann er fertugur.
Iniesta er uppalinn hjá Barcelona en hann lék með aðalliði félagsins frá 2002-2018. Hann gekk til liðs við japanska félagið Vissel Kobe árið 2018 en árið 2023 spilaði hann sitt síðasta tímabil á ferlinum með Emirates Club frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Hann var gríðarlega sigursæll á sínum ferli en hann vann spænsku deildina níu sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum með Barcelona. Þá vann hann þrjú stórmót í röð frá árunum 2008-2012 með spænska landsliðinu.
Hann birti myndband á samfélagsmiðlinum X í dag þar sem þjálfarar hans í gegnum tíðina tjáðu sig um þennan magnaða miðjumann.
El Juego Continúa ???? 8??????2??4?? pic.twitter.com/YLrDOfxVCB
— Andrés Iniesta (@andresiniesta8) October 7, 2024
Athugasemdir