Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   fim 07. nóvember 2024 18:30
Elvar Geir Magnússon
Góðar líkur á því að Pedro spili gegn City
Brighton og Manchester City eigast við klukkan 17:30 á laugardag og ræddi Fabian Hurzeler stjóri Brighton við fjölmiðlamenn í aðdraganda leiksins.

Hann sagði þar meðal annars að Joao Pedro ætti góðan möguleika á því að geta spilað í leiknum. Þessi 23 ára brasilíski sóknarleikmaður hefur ekkert komið við sögu í síðustu fimm deildarleikjum vegna ökklameiðsla.

Matt O'Riley sem einnig hefur verið á meiðslalistanum gæti líka spilað.

Þá er stutt í að Yankuba Minteh og Lewis Dunk snúi aftur. Solly March er enn á meiðslalistanum en Yasin Ayari sem fór meiddur af velli í tapinu gegn Liverpool gæti spilað gegn City.

Brighton er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en stöðuna í heild má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Chelsea 9 4 3 2 17 10 +7 15
4 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
5 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
6 Sunderland 9 4 3 2 10 7 +3 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Newcastle 9 3 3 3 8 7 +1 12
12 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
13 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
14 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
15 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
16 Fulham 9 2 2 5 8 13 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner