Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany sér ekki fyrir sér miklar breytingar í janúar
Mynd: Getty Images

Burnley er í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í næst neðsta sæti tveimur stigum frá öruggu sæti.


Liðið tapaði gegn Wolves í gær þar sem Hwang Hee-Chan skoraði eina mark leiksins. Vincent Kompany var spurður út í það hvort hann hyggst styrkja liðið í janúar.

„Hópurinn er nokkuð stór, við erum ekki með endalaust fjármagn. Ef við getum getum fundið leiðir til að bæta hópinn mikið munum við gera það en við munum ekki gera það með því að fá nýja leikmenn. Þeir þurfa að vera algjörlega nauðsynlegir. Það eru nokkrar stöður sem við eigum ekki marga leikmenn í en aðrar eru góðar," sagði Kompany.

„Þetta fer eftir ýmsu. Ég sé ekki hvernig við getum haldið okkur uppi með því að eyða peningum. Við gætum græjað einn eða tvo sniðuga díla ef við finnum þá. Það gæti verið tækifæri en núna er þetta um leikmennina sem við erum með og halda áfram að bæta sig."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner