Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Amorim: Vegferðin er löng
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: Getty Images
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir alla í liðinu átta sig á því að vegferðin að betri árangri sé löng, en hann ræddi við BBC eftir 3-2 tapið gegn Nottingham Forest á Old Trafford í dag.

United tapaði öðrum deildarleik sínum í röð undir stjórn Amorim, en einstaklingsmistök kostuðu liðið að þessu sinni.

Hann sá ýmislegt jákvætt í leiknum en segir einnig að liðið þurfi að halda áfram að bæta sig.

„Erfiður leikur. Við byrjuðum ótrúlega illa og fengum á okkur mark í fyrstu sókn. Eftir það er erfitt að reyna að berjast, en við náðum samt að stjórna leiknum eftir það og komumst í margar stöður.“

„Við bættum hreyfingar á síðasta þriðjungi vallarins og náðum síðan að jafna metin. Við vorum klárir í að sækja sigurinn í síðari hálfleik, en byrjuðum illa. Tvö mörk og síðan reyndum við marga hluti með litlum gæðum.“

„Við fengum ekki of margar stöður til að skora en þetta var bara erfiður leikur á erfiðu augnabliki. Við þurfum samt að halda áfram því vegferðin er löng. Við erum að bæta okkur á einhverjum sviðum leiksins, en við verðum að vinna leiki til að hjálpa til við að bæta liðið.“

„Við erum á byrjunarreit á einhverju sem er svo stórt að við fylgjumst með hverju einasta smáatriði. Við vitum nú þegar hversu stórt verkefnið er og nú þurfum við bara að halda áfram,“
sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner