Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 07. desember 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Þór spáir í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Atli Þór skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar.
Atli Þór skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Styttist í stoðsendingametið.
Styttist í stoðsendingametið.
Mynd: EPA
Krusty the Clown?
Krusty the Clown?
Mynd: EPA
Umferðin í ensku úrvalsdeildinni átti að fara af stað í hádeginu í dag þegar síðasti grannaslagurinn á Goodison Park átti að fara fram en þeim leik hefur verið frestað vegna veðurs.

Því fara einungis fjórir leikir fara fram í dag, laugardag, fjórir á sunnudag og á mánudag fer fram 'El Sackico' þar sem West Ham tekur á móti Wolves.

Atli Þór Jónasson, framherji HK, spáir í leiki umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Elínu Jónu sem var með þrjá leiki rétta.

FRESTAÐ! Everton 0 - 3 Liverpool
Liverpool mun vinna þennan leik sannfærandi. Salah hættir ekki að skora, settur 2 í þessum leik og Cody Gakpo eitt, Everton mun falla í lok tímabils.

Aston Villa 2 - 2 Southampton (laugardagur 15:00)
Watkins og Rogers með mörkin hjá Villa. Hinn ungi og efnilegi Tyler Dibling verður með sýningu og skorar 1 og leggur upp hitt.

Brentford 0 - 2 Newcastle (laugardagur 15:00)
Newcastle menn koma brjálaðir inn í þennan leik eftir dómara skandalinn á móti Liverpool, Alexander Isak heitasti framherjinn í deildinni skorar bæði.

Crystal Palace 2 - 1 Manchester City (laugardagur 15:00)
Crystal Palace menn alltaf góðir á móti City. Erling Haaland fær víti en neglir honum yfir og Eze og Will Hughes verða markaskorarar Palace.

Manchester united 3-0 Nottingham Forrest (laugardagur 17:30)
Ef að Zirkzee, betur þekktur sem Krusty the Clown, verður á bekknum þá verður þetta easy 3-0 sigur.

Fulham 1 - 3 Arsenal (sunnudagur 14:00)
Arsenal gera það sama og á móti Man Utd, skora úr 3 hornspyrnum. The star boy Bukayo Saka með allar 3 stoðsendingarnar og styttist i að hann slær þetta blessaða stoðsendingamet.

Ipswich 1 - 1 Bournemouth (sunnudagur 14:00)
Leiðinlegasti leikur helgarinnar, Kluivert fær ekki neina vítaspyrnu þessa helgi og mun því ekki geta neitt. Liam Delap skorar og mun hann halda þessu Ipswich liði uppi.

Leicester 2 - 0 Brighton (sunnudagur 14:00)
Van Nistelrooy mætir með stæl inn í ensku úrvalsdeildina og leiðir Jamie Vardy og félaga til sigurs.

Tottenham 2 - 4 Chelsea (sunnudagur 16:30)
Cold Palmer verður yfirburðar í þessum leik, og þeir Jadon Sancho og Madueke munu leika sér að vörn Tottenham. Cristian Romero fær rautt í fyrri hálfleik fyrir að reyna fótbrjóta Jackson.

West Ham 4 - 0 Wolves (mánudagur 20:00)
Greyið Úlfarnir tapa öðrum leiknum sínum í röð eins, 4-0 tap. Mr big dick himself, Michail Antonio, mun skora tvö og Köngulóamaðurinn Wan Bissaka mun eiga stjörnuleik.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Enski boltinn - Er Ödegaard þá Charlie Adam?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 33 24 7 2 75 31 +44 79
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
4 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 33 13 10 10 52 40 +12 49
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 34 12 5 17 51 61 -10 41
14 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
15 Man Utd 33 10 8 15 38 46 -8 38
16 Tottenham 33 11 4 18 61 51 +10 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner