Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 08. janúar 2022 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert dreymir um Spán - „Ætlar ekki að láta þvinga sig í burtu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson á hálft ár eftir af samningi sínum við AZ Alkmaar í Hollandi. Celtic, Rangers og Lazio hafa sýnt honum áhuga og þá er Feyenoord einnig með augastað á íslenska landsliðsmanninum.

AZ er þessa stundina að undirbúa sig fyrir seinni hluta tímabilsins í Hollandi en Albert komst ekki með í æfingaferð liðsins vegna veikinda.

Albert Brynjar Ingason var í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Albert Brynjar, AI, ræddi um frænda sinn Albert Guðmundsson í þættinum.

„Það er talað um að hann fari í janúar, AZ fengi þá eitthvað fyrir hann. Ég er búinn að heyra í honum hljóðið og hann stefnir á að klára tímabilið með AZ. Hans „draumamove" er Spánn en hann veit að það er erfitt að komast að þar, það er ekki mikið um Íslendinga sem hafa spilað á Spáni. Hann er heitastur fyrir Spáni en er hins vegar miklu meira að spá í stærð félagsins en í hvaða landi það er. Hann færi frekar í Celtic en í lítið félag á Ítalíu," sagði Albert Brynjar.

„Feyenoord er staðfest með áhuga á honum sem er stórt. Albert hefur unnið með Arne Slot sem er þjálfari þar og hann talar mjög vel um hann. AZ vill reyna að fá eitthvað fyrir hann en Albert ætlar ekki að láta þvinga sig í burtu nema hann sé spenntur fyrir félaginu sem býður í hann," bætti Albert Brynjar við.

Albert hefur skorað 24 mörk í 94 leikjum með AZ og lagt upp tíu mörk. Hann gekk í raðir AZ frá PSV árið 2018.
Stöðutaflan Holland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 PSV 30 26 3 1 95 17 +78 81
2 Feyenoord 30 22 6 2 77 23 +54 72
3 Twente 30 18 6 6 56 30 +26 60
4 AZ 30 16 7 7 59 35 +24 55
5 Ajax 30 13 9 8 63 56 +7 48
6 NEC 30 12 11 7 59 44 +15 47
7 Utrecht 30 12 9 9 43 41 +2 45
8 Go Ahead Eagles 30 11 9 10 44 39 +5 42
9 Sparta Rotterdam 30 11 7 12 45 43 +2 40
10 Heerenveen 30 10 6 14 50 56 -6 36
11 Fortuna Sittard 30 9 8 13 34 52 -18 35
12 Almere City FC 30 7 12 11 30 48 -18 33
13 Zwolle 30 8 8 14 40 58 -18 32
14 Heracles Almelo 30 9 5 16 40 62 -22 32
15 Excelsior 30 5 10 15 44 64 -20 25
16 RKC 30 6 6 18 29 50 -21 24
17 Volendam 30 4 7 19 30 74 -44 19
18 Vitesse 30 4 5 21 22 68 -46 17
Athugasemdir
banner
banner
banner