Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mán 08. janúar 2024 09:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afar miklar líkur sagðar á því að Aron Bjarna fari í Val
Aron fagnar marki með Val sumarið 2020.
Aron fagnar marki með Val sumarið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag að Aron Bjarnason væri líklegast að ganga aftur í raðir Vals.

Aron er samningsbundinn Sirius í Svíþjóð og þarf að kaupa hann þaðan. Fjallað hefur verið um að Aron kosti um 100 þúsund evrur.

Hann hefur verið orðaður mest við Val og Breiðablik, en þá hefur ÍA einnig verið nefnt til sögunnar þar sem kantmaðurinn öflugi er með tengingar þar.

Aron er 28 ára kantmaður en hann getur einnig leyst fleiri stöður á vellinum. Hann lék síðast hér á landi með Val 2020 en 2017-2019 lék hann fyrir Breiðablik.

„Þættinum barst bréf. Það eru 80 prósent líkur á að Aron Bjarna fari í Val," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

Aron Sigurðarson er líklega einnig á heimleið eftir langan tíma í atvinnumennsku. Líklegast er að hann fari í KR en það var einnig komið inn á það í útvarpsþættinum að það væri alls ekki staðfest. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra, Freysi og hringborðið
Athugasemdir
banner
banner