Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fim 08. janúar 2026 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Schar fluttur á spítala - Meiðslavandræði í vörninni
Mynd: EPA
Fabian Schar, varnarmaður Newcastle, var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í dramatískum sigri liðsins gegn Leeds í gær.

Hann meiddist eftir samstuð við Dominic Calvert-Lewin. Hlúið var að honum í um fimm mínútur áður en hann var borinn af velli.

Tíu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en þegar um tólf mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Harvey Barnes sigurmarkið í 3-2 sigri.

„Ég veit ekki mikið, held að þetta sé ökklinn. Ég krossa fingur og hugsa til hans. Ég held að hann sé á spítalanum núna," sagði Eddie Howe eftir leikinn.

Varnarmennirnir Dan Burn, Emil Krafth og Jamaal Lascelles eru þegar á meiðslalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner