Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 08. janúar 2026 09:56
Elvar Geir Magnússon
„Skil ekki af hverju Man Utd leggur ekki allt kapp á að fá hann“
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Jamie Redknapp segir að Manchester United ætti að leggja allt kapp á að ráða Andoni Iraola, stjóra Bournemouth. United er í stjóraleik eftir að Rúben Amorim var rekinn.

„Ég er rosalega mikill aðdáandi Andoni Iraola. Ég er ekki í vafa um að hann sé einn af allra bestu stjórum heimsfótboltans. Man United er í viðræðum um að ráða Ole Gunnar Solskjær aftur sem bráðabirgðastjóra. Ég skil ekki af hverju þeir fara bara ekki í Iraola," segir Redknapp.

„Af hverju ekki að ráða hann bara strax? Bournemouth var í öðru sæti fyrr á tímabilinu en hefur lent í erfiðleikum vegna meiðsla. En Iraola er elítustjóri og Manchester United ætti að ráða hann."

Darren Fletcher stýrði Manchester United gegn Burnley í gær og verður líka með stjórnartaumana í bikarleik um komandi helgi. United hyggst svo ráða bráðabirgðastjóra til að klára tímabilið áður en stjóri til frambúðar verður ráðinn í sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner