Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 08. mars 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne: Tapið gegn Man Utd gæti hjálpað okkur
Kevin De Bruyne, stjarna Manchester City, telur að tapleikurinn gegn Manchester United í gær gæti hjálpað liðinu að ná markmiðum sínum á tímabilinu.

Eftir 21 sigurleik í röð og 28 leiki án ósigurs þá tapaði City 2-0 gegn erkifjendunum í United í gær.

City er samt enn í ljómandi góðum málum, ellefu stigum á undan United í töflunni þegar tíu umferðir eru eftir. Liðið á enn möguleika á því að taka „fernuna".

City er komið í úrslitaleik deildabikarsins, 8-liða úrslit FA-bikarsins og er 2-0 yfir gegn Borussia Mönchengladbach eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þrátt fyrir svekkjandi úrslit í gær þá kýs De Bruyne að líta á jákvæðiu hliðina.

„Auðvitað er ekki jákvætt að tapa í grannaslag," segir De Bruyne. „En stundum er nauðsynlegt að lenda í erfiðleikum og jafnvel tapa leikjum. Þú lærir af þessum stundum og nú þurfum við að slíðra sverðin og leggja mikið á okkur fyrir miðvikudaginn."

City mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöld.

„Á miðvikudaginn er nýr leikur og við einbeitum okkur að honum. Við teljum að í næsta leik þá munum við laga það sem fór úrskeiðis."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner