Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
   mán 08. apríl 2024 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með landsliðinu.
Í leik með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum spenntar," segir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á morgun er leikur númer tvö í undankeppni EM 2025 þegar stelpurnar mæta Þýskalandi á útivelli.

„Við erum búnar að fara yfir þær á nokkrum fundum. Við fórum líka í taktískar áherslur á æfingu áðan. Við höfum spilað við þær tvisvar nýlega og gátum horft á klippur úr þeim leikjum sem við höfum spilað við þær, og líka úr öðrum leikjum sem þær hafa spilað eins og til dæmis gegn Austurríki síðast. Við höfum náð að kíkja ágætlega á þær."

Ísland hóf undankeppnina á 3-0 sigri gegn Póllandi en á sama tíma lenti Þýskaland í vandræðum með Austurríki. Þýska liðinu tókst þó að vinna að lokum, 3-2.

„Það sýnir okkur að það eru möguleikar. Við sýndum það í Þýskalandsleiknum heima á síðasta ári að það eru möguleikar. Danmörk vann Þýskaland og við unnum Danmörku. Það eru alls konar möguleikar í þessu ef við gerum hlutina almennilega og eigum góðan dag."

Síðasti útileikur gegn Þýskalandi fór illa en Guðrún er vongóð um að það gangi betur á morgun.

„Ég er nokkuð viss um það bara. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik. Við vorum ekki að spila vel. Ég held að það verði ekki sama upp á teningunum á morgun. Við erum að finna okkur betur saman sem lið," segir Guðrún en hún er spennt að takast á við þá frábæru sóknarleikmenn sem Þjóðverjar hafa í sínum röðum.

„Það er gaman að fá alvöru áskorun. Ég vona að við náum að loka vel á þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn en það er gaman að máta sig á móti þeim."

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner