Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
Bjössi: Sem betur fer eigum við eina Katrínu Ágústsdóttur upp á topp
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
banner
   mán 08. apríl 2024 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með landsliðinu.
Í leik með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum spenntar," segir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á morgun er leikur númer tvö í undankeppni EM 2025 þegar stelpurnar mæta Þýskalandi á útivelli.

„Við erum búnar að fara yfir þær á nokkrum fundum. Við fórum líka í taktískar áherslur á æfingu áðan. Við höfum spilað við þær tvisvar nýlega og gátum horft á klippur úr þeim leikjum sem við höfum spilað við þær, og líka úr öðrum leikjum sem þær hafa spilað eins og til dæmis gegn Austurríki síðast. Við höfum náð að kíkja ágætlega á þær."

Ísland hóf undankeppnina á 3-0 sigri gegn Póllandi en á sama tíma lenti Þýskaland í vandræðum með Austurríki. Þýska liðinu tókst þó að vinna að lokum, 3-2.

„Það sýnir okkur að það eru möguleikar. Við sýndum það í Þýskalandsleiknum heima á síðasta ári að það eru möguleikar. Danmörk vann Þýskaland og við unnum Danmörku. Það eru alls konar möguleikar í þessu ef við gerum hlutina almennilega og eigum góðan dag."

Síðasti útileikur gegn Þýskalandi fór illa en Guðrún er vongóð um að það gangi betur á morgun.

„Ég er nokkuð viss um það bara. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik. Við vorum ekki að spila vel. Ég held að það verði ekki sama upp á teningunum á morgun. Við erum að finna okkur betur saman sem lið," segir Guðrún en hún er spennt að takast á við þá frábæru sóknarleikmenn sem Þjóðverjar hafa í sínum röðum.

„Það er gaman að fá alvöru áskorun. Ég vona að við náum að loka vel á þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn en það er gaman að máta sig á móti þeim."

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner