Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 08. apríl 2024 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með landsliðinu.
Í leik með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum spenntar," segir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á morgun er leikur númer tvö í undankeppni EM 2025 þegar stelpurnar mæta Þýskalandi á útivelli.

„Við erum búnar að fara yfir þær á nokkrum fundum. Við fórum líka í taktískar áherslur á æfingu áðan. Við höfum spilað við þær tvisvar nýlega og gátum horft á klippur úr þeim leikjum sem við höfum spilað við þær, og líka úr öðrum leikjum sem þær hafa spilað eins og til dæmis gegn Austurríki síðast. Við höfum náð að kíkja ágætlega á þær."

Ísland hóf undankeppnina á 3-0 sigri gegn Póllandi en á sama tíma lenti Þýskaland í vandræðum með Austurríki. Þýska liðinu tókst þó að vinna að lokum, 3-2.

„Það sýnir okkur að það eru möguleikar. Við sýndum það í Þýskalandsleiknum heima á síðasta ári að það eru möguleikar. Danmörk vann Þýskaland og við unnum Danmörku. Það eru alls konar möguleikar í þessu ef við gerum hlutina almennilega og eigum góðan dag."

Síðasti útileikur gegn Þýskalandi fór illa en Guðrún er vongóð um að það gangi betur á morgun.

„Ég er nokkuð viss um það bara. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik. Við vorum ekki að spila vel. Ég held að það verði ekki sama upp á teningunum á morgun. Við erum að finna okkur betur saman sem lið," segir Guðrún en hún er spennt að takast á við þá frábæru sóknarleikmenn sem Þjóðverjar hafa í sínum röðum.

„Það er gaman að fá alvöru áskorun. Ég vona að við náum að loka vel á þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn en það er gaman að máta sig á móti þeim."

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner