Rósey er tiltölulega ung að árum en er þrátt fyrir það að fara inn í sitt þriðja tímabil sem fyrirliði FHL en nýliðarnir eru í fyrsta sinn í sögunni í efstu deild.
Hún er miðvörður sem lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki sumarið 2018. Alls á hún að baki 114 meistaraflokksleiki. Í dag sýnir Rósey á sér hina hliðina.
Hún er miðvörður sem lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki sumarið 2018. Alls á hún að baki 114 meistaraflokksleiki. Í dag sýnir Rósey á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Rósey Björgvinsdóttir
Gælunafn: Er ekki með neitt
Aldur: 21 árs
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Spilaði fyrsta leikinn minn 2018 á móti Hvíta Riddaranum á Villa Park, man lítið eftir leiknum annað en að við unnum
Uppáhalds drykkur: Rauður koffínlaus collab
Uppáhalds matsölustaður: Ísey klikkar ekki
Uppáhalds tölvuleikur: Spila ekki tölvuleiki
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Modern family
Uppáhalds tónlistarmaður: Hlusta alls ekki mikið á tónlist en samkvæmt wrapped var það PBT
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football er geitin
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “hvað var planað með matinn aftur? plokkari?” Jújú strangheiðarlegur plokkfiskur í matinn.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Held það sé öruggast að segja “aldrei að segja aldrei”
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sandra María
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að segja Kalli
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Agla María- óþolandi að fá þessar chippur frá henni yfir sig
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Mamma
Sætasti sigurinn: vinna ÍBV og tryggja okkur upp í Bestu
Mestu vonbrigðin: Bara 2023 tímabilið í heild sinni
Uppáhalds lið í enska: Arsenal - tökum meistaradeildina í ár og ensku á næsta tímabili;)
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tek Áslaugu Mundu heim
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Björg Gunnlaugs
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: No comment
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Karólína Lea
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Heyrði pælingu um golden goal í framlengingu hjá einhverjum og það hljómar ekkert eðlilega vel
Uppáhalds staður á Íslandi: Egilsstaðir
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var aftasti maður þegar við áttum horn, svo kom boltinn til mín og ég ætlaði bara að bomba aftur inn í en festi einhvern veginn takkana í grasinu og faceplantaði. Hitt liðið komst síðan í svaka skyndisókn en skoraði sem betur fer ekki, vel vandræðalegt samt.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei held ekki
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Bara eitthvað aðeins þegar það eru stórmót í handbolta og svo með Hetti í körfunni
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma future
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sundið var bras og er enn
Vandræðalegasta augnablik: Úff dettur ekkert í hug nema kannski þessi 2 sjálfsmörk sem ég hef skorað, það gerist ekki mikið óþægilegra.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Tæki Írisi Völu, Katrínu og Björgu. Það væri bara mikið hlegið, og svo deilum við nú allar sameiginlegum áhuga á borðspilum.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Bjarndís Diljá, aldrei dauð þögn í klefa sem hún er í.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð:Ég væri til að sjá eitt gott uppistand með Írisi Völu í Ísland got talent
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Vann Andrésarandarleikana 5x
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Íris Vala, er bara ekkert eðlilega fyndin
Hverju laugstu síðast: Ég lýg aldrei
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Uppspil hjá Kalla getur verið vel þreytt
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Þarf bara að komast til botns í því hver ber ábyrgð á því að Arsenal gerði ekkert í janúarglugganum
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Allir á völlinn í sumar að sjá efstu deildar fótbolta á Austurlandi í fyrsta sinn í 30 ár!!!!!
Athugasemdir