Milos Milojevic, þjálfari Víkings var auðvitað fúll eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í kvöld.
Víkingar voru yfir í hálfleik með marki Alex Freys Hilmarssonar en gestirnir snéru leiknum sér í vil í seinni hálfleik og unnu að lokum 2-1.
Milos segir sitt lið hafa átt að vinna leikinn miðað við færin.
Víkingar voru yfir í hálfleik með marki Alex Freys Hilmarssonar en gestirnir snéru leiknum sér í vil í seinni hálfleik og unnu að lokum 2-1.
Milos segir sitt lið hafa átt að vinna leikinn miðað við færin.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Stjarnan
„Þetta datt ekki niður, við misstum miðsvæðið í 15 mínútur og þeir refsa okkur og skora tvö flott mörk."
„Við sköpum nógu mörg færi til að vinna leikinn, þeir skapa tvö færi sem eru varla færi."
Milos gerði breytingu í hálfleik þar sem hann breytti um taktík, það virkaði ekki og viðurkennir þjálfarinn það.
„Ég tek alltaf allt á sjálfan mig og það má skrifa á mig."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir