Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   sun 08. maí 2022 14:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Mikilvægur sigur Arsenal í Evrópubaráttunni - Everton á flugi
Mynd: EPA

Það var þrem áhugaverðum leikjum að ljúka í ensku úrvalsdeildinni.


Arsenal tók á móti Leeds en heimamenn berjast um sæti í Meistaradeildinni á meðan gestirnir berjast um að halda sér í deild þeirra bestu.

Þetta byrjaði afar illa hjá Leeds en eftir aðeins fimm mínútna leik komst Arsenal yfir þegar Eddie Nketiah stal boltanum af Illan Meslier og skoraði. Aðeins fimm mínútum síðar tvöfaldaði Nketiah forystuna.

Leeds lék síðasta klukkutímann manni færri eftir að Luke Ayling lét reka sig af velli eftir tveggja fóta tæklingu á Gabriel Martinelli.

Manni færri tókst Leeds að minnka muninn þegar Diego Llorente skoraði. Leedsarar reyndi hvað þeir gátu að stela stigi og þeir voru nálægt því en Rodrigo skallaði boltann beint á Ramsdale.

Everton er í harðri baráttu við Leicester en Bítlaborgarliðið mætti Leicester á útivelli. Úkraínumaðurinn Vitaliy Mykolenko kom Everton yfir með stórkostlegu marki en Patson Daka jafnaði metin stuttu síðar.

Mason Holgate kom Everton aftur yfir og tryggði liðinu dýrmæt þrjú stig. Everton er stigi á undan Leeds og á leik til góða en Leeds datt niður í fallsæti á meðan Everton fór upp í það sextánda.

West Ham er í 7. sæti, sem gefur sæti í Sambandsdeildinni en liðið valtaði yfir fallna Norwich menn 4-0.

Arsenal 2 - 1 Leeds
1-0 Edward Nketiah ('5 )
2-0 Edward Nketiah ('10 )
2-1 Diego Llorente ('66 )
Rautt spjald: Luke Ayling, Leeds ('27)

Leicester City 1 - 2 Everton
0-1 Vitaliy Mykolenko ('6 )
1-1 Patson Daka ('11 )
1-2 Mason Holgate ('30 )

Norwich 0 - 4 West Ham
0-1 Said Benrahma ('12 )
0-2 Michail Antonio ('30 )
0-3 Said Benrahma ('45 )
0-4 Manuel Lanzini ('65 , víti)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner