Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. maí 2022 22:48
Brynjar Ingi Erluson
„Man City verður að vinna Meistaradeildina til að geta litið á sig sem risaklúbb"
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Manchester City getur ekki kallað sig stórlið fyrr en liðið hefur afrekað það að vinna Meistaradeild Evrópu.

Micah Richards, fyrrum leikmaður City, var í settinu með Carragher eftir 5-0 sigurinn á Newcastle United en liðið náði þar með þriggja stiga forystu á Liverpool í titilbaráttunni.

Richards heldur því fram að vinna ensku úrvalsdeildina sé stærra afrek en að vinna Meistaradeildina en Carragher var ekki sammála því.

„Meistaradeildin er stærsti titill sem þú getur unnið. Hvað eru margar deildir í Evrópu? Fimm lið á hverju ári vinna þessar deildir en aðeins eitt lið getur unnið Meistaradeildina, aðeins eitt lið," sagði Carragher við Micah Richards á Sky Sports.

„Það horfir enginn á ykkur sem risaklúbb eða ekki fyrr en þið hafið unnið Meistaradeildina. Það er staðreynd. Ef við tölum um eigendur City og Guardiola og að koma þeim í þann flokk, þá þarf félagið að vinna Meistaradeildina," sagði hann ennfremur.

Liam Gallagher, stofnandi bresku hljómsveitarinnar Oasis, er harður stuðningsmaður Manchester City og svaraði þessum ummælum Carragher.

„Carra að tala með rassgatinu," sagði Liam og svaraði Carragher um hæl: „Ég er viss um að maður með þína hæfileika getur notað þennan texta á nýju plötunni þinni."




Athugasemdir
banner
banner
banner