Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía virðist á förum frá Bayern - „Vonast til að klára viðræðurnar í vikunni"
Kvenaboltinn
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá landsliðsmarkverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í sumar.

Hún var besti markvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu sem er að líða en hún var á láni hjá Inter frá Bayern München.

Cecilía gerði frábærlega í því að koma til baka eftir meiðsli og lék vel með Inter.

Það hefur verið talað um að Inter sé að reyna að kaupa hana frá Bayern og félagið sé tilbúið að borga metfé fyrir markvörð á Ítalíu til þess að fá hana.

Cecilía ræddi við Vísi á dögunum og var þar spurð út í framtíðina. Þar sagði hún:

„Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili," sagði Cecilía. „Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim."
Athugasemdir
banner