þri 06. maí 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Inter hafa lagt fram mettilboð í Cecilíu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Mauro Munno segir á því á X reikningi sínum að Inter sé nálægt því að klára kaup á íslenska landsliðsmarkverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur.

Cecilía er á láni hjá Inter frá Bayern Munchen út þetta tímabil. Hún var í gær valinn besti markmaður ítölsku deildarinnar á tímabilinu.

Munno segir að kaupverðið geti farið yfir 100 þúsund evrur og segir að það verði þá metfé fyrir markmann.

Samkvæmt Wikipedia er Phallon Tullis-Joyce, sem Man Utd keypti frá Bandaríkjunum árið 2023, dýrasti markmaður en hún kostaði, samkvæmt Wiki, 150 þúsund evrur.

Cecilía, sem er fædd árið 2003, hefur haldið níu sinnum hreinu í 22 leikjum fyrir lið Inter í vetur en Inter endar í 2. sæti deildarinnar og verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu tímabilsins. Cecilía á að baki 17 A-landsleiki.


Athugasemdir
banner
banner