Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júní 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Íslenska þjálfarastéttin ætti að vera mjög stolt"
Mjög stoltur og ánægður með árangur vinar síns
Þekkst lengi.
Þekkst lengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa verið þarna í einn dag þá fannst mér aldrei spurning að þeir væru að fara klára þetta
Eftir að hafa verið þarna í einn dag þá fannst mér aldrei spurning að þeir væru að fara klára þetta
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, og Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, unnu saman á sínum tíma hjá Leikni.

Lyngby hélt sér uppi í dönsku deildinni eftir að hafa náð því sem má kalla kraftaverki og var Davíð Snorri spurður út í Freysa og afrek Lyngby í viðtali í vikunni.


Freysi og Davíð Snorri stýrðu Leikni saman tímabilin 2013-2015

„Ég er svo stoltur og glaður fyrir hans hönd, og þeirra allra. Ég er búinn að heimsækja Lyngby tvisvar og þar er einstakt andrúmsloft. Ég heimsótti þá núna í apríl þegar þetta var í fullum gangi og eftir að hafa verið þarna í einn dag þá fannst mér aldrei spurning að þeir væru að fara klára þetta."

„Það er búið að vera ótrúlega gott að fylgjast með Freysa í þessu umhverfi, íslenska þjálfarastéttin ætti að vera mjög stolt að eiga þjálfara á þessu leveli. Það er eitt að vera þjálfa út á velli, en hvernig hann er búinn að stýra þessu öllu er virkilega gott. Hann er búinn að ná að sýna alla sína kosti og er orðinn betri. Frábært að fylgjast með honum - þvílíkt ánægður með hann,"
sagði Davíð Snorri.

„Hann er alltaf hann sjálfur þegar maður hittir hann. Sem leiðtogi er hann orðinn ennþá sterkari, var frábær fyrir. Hann er yfirvegaður og með ennþá skýrari sýn á það hvernig hann vill gera hlutina. Það er mjög gott að læra af honum," bætti Davíð Snorri við.
Davíð Snorri: Andri var ekki í A-hópnum og þá er hann í U21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner