Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
   fim 08. júní 2023 22:16
Þorsteinn Haukur Harðarson
Úlfur Arnar: Þessi dýfa var algert grín
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er bara svekktur að hafa ekki unnið leikinn," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-2 jafntefli gegn Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Grótta

"Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem við lentum undir og það gerðist tvisvar sinnum. Auðvitað var flott að koma til baka. Það var samt alger óþarfi að lenda undir í bæði skiptin fannst mér og þess vegna var ég svekktur að vinna ekki leikinn"


Hann var nokkuð ánægður með spilamennskuna. 

"Við vorum fínir. Ekki eins góðir og við getum verið en mér fannst spilamennskan fín. Það er alltaf erfitt að spila við þetta Gróttulið. Ég er svekktur með að við töluðum um að þeir væru tveir sem þyrfti að dekka sérstaklega í föstum leikatriðum en samt byrjar þetta á því að Pétur skorar. Það var reyndar eftir svakalega dýfu í aðdragandanum. Það er galið að dómarinn hafi látið plata sig þarna. Þessi dýfa var algert grín."


Þá ræddum við um valið á U-19 landsliðinu fyrir lokakeppni EM "Júlíus Mar Júlíusson átti að vera þarna að mínu mati en ég ber virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og segi áfram Ísland."

Halldór Snær Georgsson, markvörður Fjölnis, var valinn í U-19 landsliðið og lék svo sinn fyrsta deildarleik í sumar í kvöld. Hafði valið eitthvað með það að gera? 

"Nei. Sigurjón var að taka sveinspróf í dag og það var krefjandi verkefni. Við gáfum honum fókus í það og við búum bara svo vel að eiga tvo frábæra markmenn."


Nánar er rætt við Úlf í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner