Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 08. júní 2023 22:16
Þorsteinn Haukur Harðarson
Úlfur Arnar: Þessi dýfa var algert grín
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er bara svekktur að hafa ekki unnið leikinn," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-2 jafntefli gegn Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Grótta

"Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem við lentum undir og það gerðist tvisvar sinnum. Auðvitað var flott að koma til baka. Það var samt alger óþarfi að lenda undir í bæði skiptin fannst mér og þess vegna var ég svekktur að vinna ekki leikinn"


Hann var nokkuð ánægður með spilamennskuna. 

"Við vorum fínir. Ekki eins góðir og við getum verið en mér fannst spilamennskan fín. Það er alltaf erfitt að spila við þetta Gróttulið. Ég er svekktur með að við töluðum um að þeir væru tveir sem þyrfti að dekka sérstaklega í föstum leikatriðum en samt byrjar þetta á því að Pétur skorar. Það var reyndar eftir svakalega dýfu í aðdragandanum. Það er galið að dómarinn hafi látið plata sig þarna. Þessi dýfa var algert grín."


Þá ræddum við um valið á U-19 landsliðinu fyrir lokakeppni EM "Júlíus Mar Júlíusson átti að vera þarna að mínu mati en ég ber virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og segi áfram Ísland."

Halldór Snær Georgsson, markvörður Fjölnis, var valinn í U-19 landsliðið og lék svo sinn fyrsta deildarleik í sumar í kvöld. Hafði valið eitthvað með það að gera? 

"Nei. Sigurjón var að taka sveinspróf í dag og það var krefjandi verkefni. Við gáfum honum fókus í það og við búum bara svo vel að eiga tvo frábæra markmenn."


Nánar er rætt við Úlf í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir