Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fim 08. júní 2023 22:16
Þorsteinn Haukur Harðarson
Úlfur Arnar: Þessi dýfa var algert grín
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er bara svekktur að hafa ekki unnið leikinn," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 2-2 jafntefli gegn Gróttu í Lengjudeildinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Grótta

"Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem við lentum undir og það gerðist tvisvar sinnum. Auðvitað var flott að koma til baka. Það var samt alger óþarfi að lenda undir í bæði skiptin fannst mér og þess vegna var ég svekktur að vinna ekki leikinn"


Hann var nokkuð ánægður með spilamennskuna. 

"Við vorum fínir. Ekki eins góðir og við getum verið en mér fannst spilamennskan fín. Það er alltaf erfitt að spila við þetta Gróttulið. Ég er svekktur með að við töluðum um að þeir væru tveir sem þyrfti að dekka sérstaklega í föstum leikatriðum en samt byrjar þetta á því að Pétur skorar. Það var reyndar eftir svakalega dýfu í aðdragandanum. Það er galið að dómarinn hafi látið plata sig þarna. Þessi dýfa var algert grín."


Þá ræddum við um valið á U-19 landsliðinu fyrir lokakeppni EM "Júlíus Mar Júlíusson átti að vera þarna að mínu mati en ég ber virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og segi áfram Ísland."

Halldór Snær Georgsson, markvörður Fjölnis, var valinn í U-19 landsliðið og lék svo sinn fyrsta deildarleik í sumar í kvöld. Hafði valið eitthvað með það að gera? 

"Nei. Sigurjón var að taka sveinspróf í dag og það var krefjandi verkefni. Við gáfum honum fókus í það og við búum bara svo vel að eiga tvo frábæra markmenn."


Nánar er rætt við Úlf í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner